Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2580 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?

Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?

Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...

category-iconLögfræði

Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?

Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þynginga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?

Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

category-iconHugvísindi

Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?

Fyrsta bandalagið sem yfirleitt er talið til fyrirrennara ESB var Kola- og stálbandalag Evrópu (KSB; European Coal and Steel Community, ECSC) frá 1952. Í því voru sex ríki í Vestur-Evrópu: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Árið 1958 stofnuðu sömu ríki tvö bandalög til viðbótar: Efn...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig uppgötvuðu menn mannamál?

Vísindamenn vita því miður lítið um uppruna tungumálsins. Nú er talið að tungumál hafi orðið til fyrir um 30.000 árum en elstu heimildir um einhvers konar ritmál eru aðeins 10.000 ára gamlar. Þarna á milli eru þessu vegna 20.000 ár sem vísindamenn þurfa að geta sér til um, meðal annars með því að skoða líkamsleifa...

category-iconBókmenntir og listir

Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón?

Þýskaland hefur unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) tvisvar, árin 1982 og 2010. Nicole sigraði í Evróvisjón árið 1982. Árið 1982 var keppnin haldin í Bretlandi. Þá bar söngkonan Nicole sigur úr býtum en hún söng lagið Ein bißchen Frieden. Árið 2010 var keppnin haldin í N...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru egg tjaldsins?

Tjaldur (Haematopus ostralegus) er af ættbálki strandfugla en hann er vaðfugl með langa fætur. Hann er að mestu leyti farfugl en hluti stofnsins dvelur þó á Íslandi á veturna. Farfuglarnir koma til Íslands í mars eða apríl og fara í ágúst eða september til annarra landa, þá gjarnan Bretlandseyja. Tjaldurinn er sva...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Ítalíu?

Ítalía liggur að mestu leyti á Appennínaskaga, stórum og löngum skaga sem skagar langt út í Miðjarðarhafið og líkist, eins og frægt er, háhæluðu stígvéli. Ríkið nær líka yfir fjölmargar eyjar, tvær langstærstu eyjarnar eru Sikiley og Sardinía, sem eru jafnframt stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi. Skaginn og eyjarnar...

category-iconJarðvísindi

Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?

Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd). Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4...

category-iconLandafræði

Hvað táknar serbneski fáninn?

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?

Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Voru til risaeðlur á Íslandi?

Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast. Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á me...

Fleiri niðurstöður