Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2507 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?

Í söfnum Orðabókar Háskólans finnast engin dæmi um lýsingarorðið harðsvífinn. Leitað var í Ritmálssafni með dæmum úr prentuðum bókum, Talmálssafni og Textasafni með dæmum úr blöðum og bókum á tölvutæku formi. Líklegt er að slegið hafi verið saman orðunum harðsvíraður ‛harður, forhertur’ og ósvífinn ‛ós...

category-iconHeimspeki

Í hverju felst sókratíska aðferðin?

Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr h...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr lifa villt á Írlandi?

Dýralíf á Írlandi er sæmilega fjölskrúðugt þó tegundafjöldinn sé talsvert minni en á öðrum svæðum á svipaðri breiddargráðu vegna einangrunar eyjunnar. Umfjöllunin hér á eftir er bundin við hryggdýrafánu Írlands til þess að svarið verði ekki allt of langt. Fyrst ber að nefna spendýrin en um 30 spendýrategundir ...

category-iconHugvísindi

Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?

Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?

Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er hægt að tengja Spánverjavígin haustið 1615 við upphaf einokunarverslunar Dana?

Vorið 1602 tókust samningar um að kaupmenn í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri fengju einkaleyfi til allrar verslunar við Ísland. Málmey taldist þá til Danmerkur en er nú í Svíþjóð. Röksemdir Kristjáns fjórða Danakonungs og ráðunauta hans voru á þá leið að síðustu áratugina á undan hefðu erlendir kaupmenn, þý...

category-iconHagfræði

Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru frumdýr?

Frumdýr (protozoa) eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-50 μm (míkrómetrar) að stærð. Sumar tegundir geta þó orðið allt að 1mm og því vel sýnilegar í víðsjá. Frumdýr eru langflest einfrumungar en fáeinar tegundir mynda sambú frumna. Lífríkinu er gjarnan skipt í þrjú yfirríki, en það eru gerlar (bact...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?

Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Ísl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?

Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?

Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?

Svar við þessari spurningu var upphaflega skrifað í maí 2001 en endurritað að hluta í janúar 2019. Tilefni endurskoðunar er að ljúka frásögninni á árinu 1945 þegar hermdarverk nasista voru öllum sem vildu vita ljós og áður en mismunandi viðhorf um stefnu Ísraelsríkis fóru að skipta mönnum í ólíka flokka. Sú skipti...

category-iconHugvísindi

Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?

Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...

Fleiri niðurstöður