Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3261 svör fundust
Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?
Koleinildi, kolsýrlingur eða kolmonoxíð (CO) er lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt. Í svari við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsdóttir þetta um sk...
Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?
Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...
Hvert er formlegt heiti landsins okkar?
Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu. Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ...
Hvað eru öreindir?
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...
Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?
Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...
Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?
„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...
Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?
Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru grei...
Hvað er rakhnífur Ockhams?
Rakhnífur Ockhams er vel þekkt regla innan vísinda. Hún er kennd við enska heimspekinginn William af Ockham (1285–1345). Í stuttu máli felst hún í því að velja alltaf einföldustu skýringuna þegar völ er á nokkrum hugsanlegum skýringum sem gera fyrirbærunum jafngóð skil. Með rakhnífnum eiga menn þá að skera burt fl...
Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?
Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...
Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...
Af hverju er orðið refskák dregið?
Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299. Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eð...
Hver er munurinn á asna og múlasna?
Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny. Múlasni er blendingur hests og esnu. Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl...
Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...
Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?
Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra. Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og ger...
Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heitir skyr skyr? Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk...