Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3713 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

category-iconLögfræði

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

category-iconFornleifafræði

Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?

Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna.(og ekki: Uppá hólstend ég og kanna!) Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskona...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.

Orðið bongóblíða kom fyrst fram í laginu Sólarsamba sem Magnús Kjartansson söng á sínum tíma, fyrst 1988. Á vefnum Bland.is fann ég þessi ummæli: Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem lím...

category-iconHagfræði

Var til 1000 króna seðill 1944?

Nei, það var ekki til 1000 króna seðill árið 1944. Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann var grænn að lit, á framhliðinni var andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni en á bakliðinni var mynd af Þingvöllum. Seðillinn var í gildi til ársloka 1947 en með nýrri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur. Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins að selflytja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? A) að ganga þrjú B) rúmlega hálf þrjú Við hjónin erum ekki sammála. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?

Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?

Minkar (Mustela vison) eru rándýr sem drepa önnur dýr sér til matar. Það atferli minksins sem spyrjandi vísar til kallast afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) en með því er átt við að dýr drepi meira en það þarf í eina máltíð. Orðalagið að „drepa til gamans“ á þess vegna ekki við hér. Fjölmargar...

category-iconHeimspeki

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?

Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...

category-iconHugvísindi

Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar?

Landnámsmenn Íslands hafa flestir verið ókunnugir jarðhita, svo að hverir og laugar Íslands hljóta að hafa komið þeim á óvart. Örnefni sýna að þeim hefur hætt til að finnast hveragufan vera reykur; margir jarðhitastaðir eru kenndir við reyk, en gufuörnefni eru fá og líklega ekkert sérstaklega á jarðhitastöðum, end...

Fleiri niðurstöður