Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 753 svör fundust
Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?
Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og ...
Hvað eru stjórnmál?
Til eru ýmsar skilgreiningar á stjórnmálum, en samkvæmt flestum þeirra fjalla stjórnmál um ákvarðanatöku. Þó eru ekki allar ákvarðanir stjórnmál. Ákvarðanir einstaklinga sem fyrst og fremst varða þá sjálfa eru til dæmis ekki stjórnmál. Því er iðulega bætt við skilgreininguna að ákvörðunartakan varði tiltekinn hóp,...
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...
Hvað er kínversk lífsspeki?
Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við ...
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?
Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til or...
Hvað er gólem?
Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið: Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7). Helgir menn voru sumir sagð...
Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking? Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær. Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en e...
Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?
Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...
Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?
Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...
Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?
Vísindavefurinn hefur fengið allnokkrar spurningar um banana og bananaræktun á Íslandi, meðal annars þessar: Eru bananar ræktaðir og fluttir frá Íslandi í einhverju magni? Hversu margar bananaplöntur vaxa á Íslandi, geta bananar þroskast hér og hafa íslenskir bananar verið seldir í búðum? Eru bananar ræktaði...
Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?
Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrena...
Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?
Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni. Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...
Hvenær urðu fimleikar til og hver fann þá upp?
Fimleikar er íþrótt sem felur í sér ýmsar æfingar þar sem saman fara styrkur, liðleiki, samhæfing, snerpa og jafnvægi. Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Á Íslandi eru fyrst og fremst stundaðir áhaldafimleikar og hópfimleikar. Áhaldafimleikar eru aðallega einstaklingsíþrótt en þó er e...
Er gott að trúa á Jesú?
Hér er einnig svarað spurningu Áskels Harðarsonar: Hvað gerir trúin í daglegu lífi manns? Spurningin er persónulegs eðlis og í svarinu er lýst persónulegu viðhorfi kristins manns. Jesús segir mér að ég eigi í honum vin sem aldrei bregst. Hann segir mér að hvað sem gerist með líf mitt á jörðu, þá sé það aldrei h...