Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6112 svör fundust
Hvað er að láta í minni pokann?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið að láta í minni pokann fyrir einhverjum - og hvaða minni poka er átt við? Orðatiltækið að láta í minni pokann (fyrir einhverjum) merkir að ‘bíða ósigur (fyrir einhverjum), gefa eftir, tapa’ og þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Halldór Halldórsso...
Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...
Hvaða deiga láta menn síga?
Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...
Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?
Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...
Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?
Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Það er kannski ekki nema von ...
Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?
Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...
Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?
Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...
Hvers vegna erum við til?
Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör. ...
Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?
Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術). Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skugg...
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...
Hvernig springa menn á limminu?
Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel...
Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...
Af hverju vöskum við upp en ekki niður?
Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?
Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...