Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 787 svör fundust

Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?

Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...

Nánar

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegu...

Nánar

Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?

Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum....

Nánar

Af hverju tala ekki allir sama tungumál?

Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...

Nánar

Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?

Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...

Nánar

Hver er uppruni orðsins að selflytja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...

Nánar

Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? kemur margt fróðlegt fram um heitavatnsnotkun Íslendinga. Þar má meðal annars lesa að það beið 20. aldar að Íslendingar leiddu heitt vatn í hús sín til upphitunar. Fyrstur mun hafa gert það Stefán B. Jónsson...

Nánar

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?

Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm. Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri a...

Nánar

Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?

Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...

Nánar

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...

Nánar

Er líf á hafsbotni?

Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...

Nánar

Fleiri niðurstöður