Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 587 svör fundust

Hvað merkir orðið 'hosiló'?

Hosiló, hoseló, hosuló, hosilóg og fosiló eru framburðarmyndir sama orðs. Um þær finnast dæmi frá því snemma á 20. öld. Þær eru notaðar í merkingunum 'lítið herbergi, kompa, kofi; fremsta skot í lúkar'. Af dæmum Orðabókar Háskólans að ráða er hosiló algengasta myndin. Hún er oft notuð um lítið herbergi í íbúð, o...

Nánar

Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?

Öll spurningin hljómaði svona: Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir. Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmör...

Nánar

Eru ekki miklar líkur á 3. heimstyrjöldinni ef flest stríð hafa verið vegna trúarbragða og meiri hluti heimsins er trúaður?

Spyrjandi gefur sér að flest stríð heimsins hafi verið vegna trúarbragða. Þetta er að líkindum ekki rétt. Trúarbrögð hafa alla tíð blandast með ýmsum hætti í stríðsátök en rætur stríðsátaka má oftast finna í ýmis konar hagsmunatogstreitu frekar en í ólíku viðhorfi til almættisins. Trúarbrögð eru hins vegar oft...

Nánar

Hver er uppruni orðtækisins 'rúsínan í pylsuendanum'?

Spurningin í heild var sem hér segir:Hver er uppruni orðtækisins rúsínan í pylsuendanum? Hefur það einhvern tíma verið til siðs að setja rúsínu í pylsur? Í söfnum Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðasambandið rúsínan í pylsuendanum úr nútímamáli. Eldri dæmi eru þó til um rúsínu í endanum um eitthvað gott, eitthva...

Nánar

Er hægt að senda veirur í gsm-síma?

Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi. Einnig er vitað um orma se...

Nánar

Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?

Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...

Nánar

Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?

Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...

Nánar

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

Nánar

Af hverju og hvernig verður manni kalt?

Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum. Ef líkamshitin...

Nánar

Hvar eru eyrun á froskum?

Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...

Nánar

Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?

Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn...

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?

Orðatiltækið á elleftu stundu á rætur að rekja til Biblíunnar. Í 20. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús lærisveinum sínum dæmisögu af húsbónda einum sem gekk út snemma morguns í þeim tilgangi að ráða verkamenn til vinnu í víngarði sínum. Vinnudagurinn hjá Gyðingum stóð frá sex að morgni til sex síðdegis. Su...

Nánar

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?

Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...

Nánar

Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?

Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...

Nánar

Fleiri niðurstöður