Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 104 svör fundust

Hvenær fór orðið hinsegin að vísa til samkynhneigðar?

Um uppruna orðsins hinsegin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvaðan kemur orðið hinsegin? og er lesendum bent á að kynna sér það svar einnig. Elsta dæmi sem höfundur þessa svars hefur fundið á prenti um vísun orðsins hinsegin í samkynhneigð er í Alþýðuhelginni 1949 þar sem segir: „Hvað, er hann n...

Nánar

Eru fiskar með tungu?

Já, allir bein- og brjóskfiskar hafa eitthvað sem gæti kallast tunga. Rétt er þó að taka fram að þessi tunga er ólíkt tungum annarra hryggdýra. Dýrafræðingar nefna þetta einkennilega líffæri ekki tungu, heldur notast við fræðiheitið basihyal. Líkt og á við um tungu landhryggdýra er basihyal með sinafestingu aftarl...

Nánar

Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?

Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss k...

Nánar

Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?

Orðið kurl er notað um trjámylsnu, smáhöggna viðarkvisti til eldsneytis eða kolagerðar og sögnin kurla merkir að 'höggva smátt, kvista niður'. Eldri myndir eru kurfl og kurfla sem báðar koma fyrir í sömu merkingu í fornu máli og nafnorðið kurfur merkti meðal annars 'smábútur, kubbur af einhverju'. Orðasamband...

Nánar

Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum? Mætti hafa það svo lítið að smásjá þyrfti til að lesa það?Það er meginregla í íslenskum samningarétti að samningafrelsi ríkir. Það felur í sér að þeir sem gera samning hafa frelsi um efni hans og gerð svo fremi sem þeir gangi ekk...

Nánar

Hvers vegna springa ljósaperur?

Í ljósaperu er rafstraumur leiddur um grannan vír með ákveðið rafviðnám sem er hærra en í venjulegum rafmagnsleiðslum. Vegna viðnámsins hitnar vírinn þegar rafstraumur rennur gegnum hann og verður fljótt hvítglóandi. Til að verja glóðarþráðinn gegn tæringu þá er ljósaperan fyllt með óhvarfgjarnri lofttegund (oftas...

Nánar

Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?

Spyrjandi bætir líka við:Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)Hvað er ...

Nánar

Af hverju dó dódó-fuglinn út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju dó Dódó-fuglinn út og hvað getið þið sagt mér um hann? Dódó-fuglinn (Raphus cucullatus), eða dúdúfuglinn eins og hann nefnist á íslensku, lifði á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Þar sem nokkrar aldir eru liðnar síðan dúdúfuglinn dó út, byggist vitneskja um líffræði...

Nánar

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

Nánar

Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?

Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...

Nánar

Hvað er krækiber í helvíti?

Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og kræ...

Nánar

Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?

Þær reikistjörnur sem menn vita um með vissu og þekkja aldur á eru í okkar sólkerfi. Sólkerfið í heild myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Því mætti segja að allar reikistjörnurnar séu jafngamlar og rúmlega 4,5 milljarða ára. Myndunarsaga sólkerfisins er hins vegar nokkuð flókin. Í stuttu máli má segja að só...

Nánar

Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?

Rómverska borgin Pompei grófst undir margra metra þykku lagi af vikri og ösku þegar Vesúvíus á Ítalíu gaus hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Þegar gosið hófst bjuggu um 25 þúsund manns í Pompei en hingað til hafa aðeins um tvö þúsund þeirra fundist í rústunum. Í lok eldgossins var borgin horfin og týnd. Uppgrö...

Nánar

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

Nánar

Fleiri niðurstöður