Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 94 svör fundust

Gætu snæhérar lifað á Íslandi?

Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...

Nánar

Hver er kjörþyngd meðalmanns?

Líkamsmassastuðull (e. body mass index, BMI) er algengasta tækið til að meta holdafar einstaklinga. Stuðullinn er reiknaður með því að deila í líkamsmassa ("þyngd") í kg með hæð í metrum í öðru veldi. Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) teljast þeir vera í kjörþyngd sem hafa líkam...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2016?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2016 þessi hér: Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn Af hverj...

Nánar

Hvað er mölur?

Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella). Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatam...

Nánar

Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?

Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...

Nánar

Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?

HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur lí...

Nánar

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?

Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...

Nánar

Hvað er mikill sykur í kóki?

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...

Nánar

Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?

Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í st...

Nánar

Hvað er kafaraveiki og hvernig er hægt að losna við hana?

Loftið sem við öndum að okkur er í raun blanda af mismunandi lofttegundum. Mest af rúmmáli loftsins er nitur eða 78%, súrefni er 21% en aðrar lofttegundir mun minna. Við köfun er notaður sérstakur búnaður til að anda með, svokölluð köfunartæki (e. self-contained underwater breathing apparatus = scuba). Kafari ...

Nánar

Hvað eru til margar torræðar tölur?

Áður en við svörum þessari spurningu er ágætt að koma á hreint hvað torræðar tölur eru og hverjir eru helstu eiginleikar þeirra. Torræð tala er tvinntala sem er ekki algebruleg tala. Þar sem algebrulegar tölur eru sennilega ekki mjög þekkt fyrirbæri nema meðal stærðfræðinga er þetta heldur gagnslaus skilgreinin...

Nánar

Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?

Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...

Nánar

Fleiri niðurstöður