Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 306 svör fundust

Hvað þýðir orðasambandið per se?

Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...

Nánar

Hvað eru mannréttindi?

Fólk hefur lagt þrenns konar skilning í hugtakið mannréttindi. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþy...

Nánar

Er hægt að skunda af stað á bíl?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi? Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu ...

Nánar

Hvað er tími?

Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...

Nánar

Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?

Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...

Nánar

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?

Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...

Nánar

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...

Nánar

Bera allir Sikhar sama eftirnafn?

Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...

Nánar

Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?

Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu. Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdimar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu ...

Nánar

Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er; vegna þess að til þeirra óvirku streymir ekki lengur kvika. En þetta svar skilur spyrjandann kannski eftir í sömu sporum þar sem það útskýrir ekki hvers vegna kvikan hættir að streyma til eldfjallanna. Skoðum þetta nánar. Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna...

Nánar

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

Nánar

Hver fann upp áfengið?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum. Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru me...

Nánar

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

Nánar

Fleiri niðurstöður