Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni?

Eva Benediktsdóttir og JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:

Er til efni um það hvort örbylgjur geri veirur óvirkar, t.d ef veirur berast í fatnað svo sem hanska er þá eitthvað gagn í því að setja slíkan mengaðan fatnað í örbylgjuofn?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, innrautt ljós og útfjólublátt. Munurinn á þessum bylgjum felst í tíðni þeirra eða bylgjulengd. Þegar tíðnin hækkar þá styttist bylgjulengdin því margfeldi tíðni og bylgjulengdar er alltaf jafnt ljóshraðanum.

Bylgjulengd örbylgja er á bilinu 15 cm til 1 mm sem er mun meiri en sýnilegs ljóss sem er á bilinu 700 til 400 nanómetrar. Gróflega er hægt að flokka rafsegulrófið svona:

Útvarpsbylgjur: 2000 m - 15 cm
Örbylgjur: 15 cm - 1 mm
Innrautt ljós: 1 mm - 700 nm
Sýnilegt ljós: 700 - 400 nm
Útfjólublátt ljós: 400 - 10 nm
Röntgengeislar: 1 - 0,01 nm
Gammageislar: 0,01 nm - 0

Mismunandi bylgjur hafa ólík áhrif á efnið sem þær fara. Orkuskammtar í örbylgjuofni hafa litla orku og hún nægir ekki til þess að rjúfa efnatengi sameinda, eins og til dæmis erfðaefnis. Orkan í skömmtunum örvar hins vegar snúning vatnssameinda og þannig hitnar matur sem settur er í örbylgjuofn.

Útfjólubláir geislar með bylgjulengd í kringum 260 nm eru hins vegar sótthreinsandi, og jónandi geislar eins og gamma- og röntgengeislar drepa allar örverur og óvirkja veirur - en eru líka skaðlegir fyrir okkar eigin frumur. Þessir geislar virka þannig að þeir skemma erfðaefnið.

Almennt er ekki mælt með örbylgjum til sótthreinsunar eða dauðhreinsunar. Rannsóknir á þessu eru takmarkaðar og eiga oft einungis við þær örverur sem verið er að nota og þau skilyrði sem þeim eru búin í viðkomandi rannsókn.

Örverur eru vitanlega ekki allar eins og það sem á við um eina veiru þarf ekki að eiga við um aðrar veirur eða aðra sýkla. Það skiptir líka máli hversu mikið magn er sett í örbylgjuofn í einu. Fyrir eitt lítið sýni eða einn lítinn sýnatökupinna, eða það sem á honum er, þarf mjög lítinn tíma til að hafa áhrif, miðað við heilan hanska eða húfu, svo dæmi séu tekin.

Einnig skiptir máli í hvaða upplausnarefni veirurnar eru, hvort raki er fyrir hendi eða ekki. Styrkleikinn (W) skiptir miklu máli og ef minnstu styrkleikarnir eru notaðir eru áhrifin mjög væg. Rétt er að taka fram að rannsóknir á þessu eru takmarkaðar og eiga oft einungis við þær örverur sem verið er að nota og þau skilyrði sem þeim eru búin í viðkomandi rannsókn.

Í því ljósi er almennt ekki mælt með örbylgjum til sótthreinsunar eða dauðhreinsunar, en þær eru vafalaust nýtilegar til sótthreinsunar við takmarkaðar og vel skilgreindar aðstæður.

Einföld skýringarmynd af hjúpaðri veiru. Hægt er að hita veirur með fituhjúpi í vatni í tiltekinn tíma og gera þær þannig óvirkar. Skiptir þá engu hvort það sé gert í örbylgjuofni eða potti.

Veirur geta hins vegar skemmst og orðið óvirkar við upphitun, og það má nota örbylgjuofn til þess að hita vatn yfir visst hitastig. Ef fatnaðurinn er rakur og hitaður í örbylgjuofni upp í 80 - 90 °C og því hitastigi haldið í nokkrar mínútur til öryggis, ætti það að duga til þess að gera veirur með fituhjúp, eins og kórónuveirur eru, óvirkar með öllu. En það er líka allt eins hægt að hita þetta í venjulegum potti og ná sama árangri.

Þarna er það sem sagt fyrst og fremst hitinn á vatninu en ekki örbylgjurnar í ofninum sem gera veirurnar óvirkar.

Frekara lesefni til fróðleiks:

Myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ara Ólafssyni, dósent í eðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við svarið.

Höfundar

Eva Benediktsdóttir

dósent í líffræði við HÍ

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.3.2020

Spyrjandi

Sigmar H. Sigurðsson

Tilvísun

Eva Benediktsdóttir og JGÞ. „Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78900.

Eva Benediktsdóttir og JGÞ. (2020, 27. mars). Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78900

Eva Benediktsdóttir og JGÞ. „Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78900>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að gera veirur óvirkar í örbylgjuofni?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er til efni um það hvort örbylgjur geri veirur óvirkar, t.d ef veirur berast í fatnað svo sem hanska er þá eitthvað gagn í því að setja slíkan mengaðan fatnað í örbylgjuofn?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, innrautt ljós og útfjólublátt. Munurinn á þessum bylgjum felst í tíðni þeirra eða bylgjulengd. Þegar tíðnin hækkar þá styttist bylgjulengdin því margfeldi tíðni og bylgjulengdar er alltaf jafnt ljóshraðanum.

Bylgjulengd örbylgja er á bilinu 15 cm til 1 mm sem er mun meiri en sýnilegs ljóss sem er á bilinu 700 til 400 nanómetrar. Gróflega er hægt að flokka rafsegulrófið svona:

Útvarpsbylgjur: 2000 m - 15 cm
Örbylgjur: 15 cm - 1 mm
Innrautt ljós: 1 mm - 700 nm
Sýnilegt ljós: 700 - 400 nm
Útfjólublátt ljós: 400 - 10 nm
Röntgengeislar: 1 - 0,01 nm
Gammageislar: 0,01 nm - 0

Mismunandi bylgjur hafa ólík áhrif á efnið sem þær fara. Orkuskammtar í örbylgjuofni hafa litla orku og hún nægir ekki til þess að rjúfa efnatengi sameinda, eins og til dæmis erfðaefnis. Orkan í skömmtunum örvar hins vegar snúning vatnssameinda og þannig hitnar matur sem settur er í örbylgjuofn.

Útfjólubláir geislar með bylgjulengd í kringum 260 nm eru hins vegar sótthreinsandi, og jónandi geislar eins og gamma- og röntgengeislar drepa allar örverur og óvirkja veirur - en eru líka skaðlegir fyrir okkar eigin frumur. Þessir geislar virka þannig að þeir skemma erfðaefnið.

Almennt er ekki mælt með örbylgjum til sótthreinsunar eða dauðhreinsunar. Rannsóknir á þessu eru takmarkaðar og eiga oft einungis við þær örverur sem verið er að nota og þau skilyrði sem þeim eru búin í viðkomandi rannsókn.

Örverur eru vitanlega ekki allar eins og það sem á við um eina veiru þarf ekki að eiga við um aðrar veirur eða aðra sýkla. Það skiptir líka máli hversu mikið magn er sett í örbylgjuofn í einu. Fyrir eitt lítið sýni eða einn lítinn sýnatökupinna, eða það sem á honum er, þarf mjög lítinn tíma til að hafa áhrif, miðað við heilan hanska eða húfu, svo dæmi séu tekin.

Einnig skiptir máli í hvaða upplausnarefni veirurnar eru, hvort raki er fyrir hendi eða ekki. Styrkleikinn (W) skiptir miklu máli og ef minnstu styrkleikarnir eru notaðir eru áhrifin mjög væg. Rétt er að taka fram að rannsóknir á þessu eru takmarkaðar og eiga oft einungis við þær örverur sem verið er að nota og þau skilyrði sem þeim eru búin í viðkomandi rannsókn.

Í því ljósi er almennt ekki mælt með örbylgjum til sótthreinsunar eða dauðhreinsunar, en þær eru vafalaust nýtilegar til sótthreinsunar við takmarkaðar og vel skilgreindar aðstæður.

Einföld skýringarmynd af hjúpaðri veiru. Hægt er að hita veirur með fituhjúpi í vatni í tiltekinn tíma og gera þær þannig óvirkar. Skiptir þá engu hvort það sé gert í örbylgjuofni eða potti.

Veirur geta hins vegar skemmst og orðið óvirkar við upphitun, og það má nota örbylgjuofn til þess að hita vatn yfir visst hitastig. Ef fatnaðurinn er rakur og hitaður í örbylgjuofni upp í 80 - 90 °C og því hitastigi haldið í nokkrar mínútur til öryggis, ætti það að duga til þess að gera veirur með fituhjúp, eins og kórónuveirur eru, óvirkar með öllu. En það er líka allt eins hægt að hita þetta í venjulegum potti og ná sama árangri.

Þarna er það sem sagt fyrst og fremst hitinn á vatninu en ekki örbylgjurnar í ofninum sem gera veirurnar óvirkar.

Frekara lesefni til fróðleiks:

Myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ara Ólafssyni, dósent í eðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við svarið....