Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9287 svör fundust
Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?
Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...
Hvernig eru veldi reiknuð í algebru?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað er 1.000.000.000.000.000 í öðru veldi? Stundum er talað um reikniaðgerðina margföldun sem „endurtekna samlagningu“. Það er vegna þess að í sinni einföldustu mynd er margföldun notuð til að einfalda rithátt þegar sama talan er lögð við sjálfa sig aft...
Af hverju gekk Úkraína ekki í NATO fyrir löngu?
Útþensla Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs var hvorki fyrirsjáanleg né sérstaklega tekin til umræðu þegar samið var um sameiningu Þýskalands árið 1990. Það varð hins vegar fljótlega ljóst, eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og Rússland tók við hlutverki þeirra og skuldbindingum á alþjóðlegum vet...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Hvaðan kemur sú trú að við sjáum betur í myrkri ef við borðum gulrætur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur getur læknað mann af náttblindu? Það er vel þekkt mýta að gulrótarát geti bætt nætursjón fólks. Að hluta til er þetta rétt, skortur á A-vítamíni getur leitt til náttblindu og með því að neyta gulróta se...
Hver var Jósef Stalín?
Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...
Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...
Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?
Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...
Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?
Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreik...
Lögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti.
Þrautin í heild er sem hér segir:Þrír strákar ætla að kaupa bolta á 30 kr. og leggja til 10 kr. hver. Senda einn pabbann í búðina en þá sér hann að boltinn kostar bara 25 krónur. Hann kaupir boltann en kann engin ráð til að skipta 5 kr. í þrennt. Hann lætur því strákana fá eina krónu hvern en heldur sjálfur eftir ...
Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?
Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarð...
Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?
Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu...
Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?
Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...
Af hverju er Óðinn eineygður?
Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...
Hvaðan kemur orðið edrú?
Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...