Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?
Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...
Hvað er hvíthryðja?
Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið. Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda...
Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.
Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...
Er skjaldarmerkið framan eða aftan á krónunni?
Skjaldarmerkið er hvorki framan á né aftan á íslensku einnar krónu myntinni. Á framhliðinni er mynd af bergrisa úr landvættamerkinu, en á bakhlið er þorskur. Á 5, 10, 50 og 100 króna peningum eru allar landvættirnar fjórar á framhliðinni en ekki skjaldarmerkið. Hins vegar var algengt að hafa skjaldarmerkið á ...
Hvað er Reykjavík margir metrar?
Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...
Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?
Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars?...
Er það satt að kettir fæðist kynlausir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er það satt að kettir fæðast kynlausir (smá rifrildi í gangi hérna)?Kettir fæðast ekki kynlausir frekar en önnur spendýr. Kynferði kettlinga ákvarðast af kynlitningum líkt og kynferði barna og annars ungviðis spendýra. Röntgenmynd af kettlingafullri læðu. Eggfruma læðunna...
Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...
Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint?
Ekki er til ein samræmd skilgreining á stjórnsýsluhugtakinu. Með stjórnsýslu er oftast átt við opinbera stjórnsýslu (e. public administration), sem í sinni víðustu merkingu felur einfaldlega í sér alla þá starfsemi sem lýtur að því að framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Samkvæmt þessari skilgreiningu nær o...
Er hægt að sekta mann á línuskautum fyrir hraðakstur?
Upphaflega spurningin var svona: Ef maður rennir sér á 25 km hraða á línuskautum í vistgötu þar sem er 15 km hámarkshraði, er þá hægt að sekta hann fyrir of hraðan akstur? Í 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er skilgreint hverjir séu gangandi vegfarendur. Þar segir:Ákvæði um gangandi vegfarendur gild...
Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...
Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?
Starfsfólk Vísindavefsins þarf ekki endilega að hafa margar bækur við höndina til að svara spurningum. Við erum auðvitað með ýmis uppflettirit, orðabækur, alfræðirit og fleira og ef okkar vantar sérstaklega bækur getum við auðveldlega fengið þær að láni hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Þegar við svö...
Hvaðan kemur orðið frímerki?
Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...
Er Guð stelpa eða strákur?
Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona...
Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?
Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...