Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 525 svör fundust

Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?

Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga. Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langu...

Nánar

Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...

Nánar

Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?

Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi...

Nánar

Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?

Hér fyrir neðan er listi yfir þær dýrategundir sem eru með stærstu heilana. Allt eru þetta spendýr og að fílum undanskildum eru allar tegundirnar á listanum sjávarspendýr. Rétt er að taka það fram að um er að ræða meðalheilaþyngd hjá þessum dýrategundum. TegundÞyngd (kg) Búrhvalur (Physeter macrocephalus) 7...

Nánar

Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?

Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast. Ástralía er talsvert stærri en Græ...

Nánar

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?

Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...

Nánar

Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?

Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...

Nánar

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

Nánar

Hversu hratt bráðna jöklar á Íslandi?

Stór hluti Íslandssögunnar er kuldatímabil. Hefur sá hluti sögunnar sem er á milli Sturlungaaldar og 20. aldar með réttu eða röngu oft verið nefndur litla ísöld. Þá stækkuðu jöklar mjög sem sjá má af ýmsum heimildum. Jöklar á Íslandi. Á 20. öld skipti mjög um til hins hlýrra í veðurlagi einkum á öðrum fjórðu...

Nánar

Hvaða arnartegund er stærst?

Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...

Nánar

Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?

Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls. Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bil...

Nánar

Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?

Marglyttur hafa ekki fætur frekar en önnur sjávardýr enda eru fætur gagnlitlir í sjónum. Angarnir sem ganga niður úr þeim eru griparmar (e. oral arms) sem þær nota til þess að hremma bráð. Á þessum örmum eru einnig sérstakar stingfrumur (nematocyst) sem marglyttur nota bæði til þess að veiða og í sjálfsvörn. A...

Nánar

Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi. Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta e...

Nánar

Fleiri niðurstöður