Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 256 svör fundust

Hvað étur hnúfubakur?

Aðalfæða hnúfubaks (Megaptera novaeangliae) er ljósáta og ýmsir smáfiskar eins og síld og loðna. Hann er 12 til 19 metrar á lengd og 25 til 48 tonn. Hnúfubakur er skíðishvalur sem þýðir að í staðin fyrir tennur hefur hann nokkurs konar skíði í kjaftinum sem verka eins og sía þegar hann aflar sér fæðu. Hnúfubakur h...

Nánar

Hve þung er Fokker 50?

Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd henna...

Nánar

Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?

Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kamb...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?

Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða...

Nánar

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?

Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...

Nánar

Geta fílar hoppað?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hve langt getur fíll synt í einu? Svarið við fyrri spurningunni er nei! Fílar geta ekki hoppað, það er lífeðlisfræðilega ómögulegt fyrir þá að hoppa sökum líkamsþyngdar. Stærstu fílar verða um 5 tonn að þyngd. Í reynd er fílum mjög illa við að hafa fleiri en einn fót uppi. Dý...

Nánar

Hvað er hjarta búrhvals þungt?

Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...

Nánar

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...

Nánar

Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?

Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...

Nánar

Hvers konar fiskar eru hákettir?

Hákettir (Holocephali) eru einn undirflokkur brjóskfiska (Chondrichthyes), eins og háfiskar og skötur. Það sem greinir háketti frá hinum undirflokkunum eru fáar og stórar tennur. Einnig er gómbrjóskið samgróið hauskúpunni og ólíkt háfiskum (hákörlum) þá vottar fyrir tálknlokum hjá háköttum. Roð hákatta er er slétt...

Nánar

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?

Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...

Nánar

Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?

Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...

Nánar

Hver er eðlismassi lofts?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...

Nánar

Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Smástirni eru litlir hnettir úr málmum og bergi. Þau ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Smástirni eru oft óregluleg í lögun þar sem þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til þess að þau myndi kúlulaga hnött. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru smá...

Nánar

Gervitungl á Háskólatorgi

Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð. Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki s...

Nánar

Fleiri niðurstöður