Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2425 svör fundust
Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríkufíllinn (Loxodonta africana). Karlfílar geta vegið á bilinu 5,8-6,5 tonn og hæstu tarfarnir ná um 4,5 metra hæð á herðakamb. Afríkufílar lifa aðallega í suður- og austurhluta Afríku. Nokkuð hefur fækkað í hópnum líkt og hjá asíska fílnum, aðallega vegna veiðiþjófnaðar en ein...
Hvert er rúmmál einingarkúlu?
Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...
Hvar eru öll tunglsýnin geymd?
Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...
Hvað eru klínískar rannsóknir?
Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...
Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?
Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...
Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun? Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi ...
Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?
Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...
Hvað er snefilspíra?
Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningarAð eiga ekki snefilspíru = vera skítblankurSnefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur...
Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?
Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir u...
Hvað eru möngumyndasögur?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)? Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni...
Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?
Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert. Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum...
Af hverju ganga sumir í svefni?
Vísindavefurinn hefur fengið ótalmargar spurningar um þetta efni, svo spyrjendur komust ekki nándar nærri allir fyrir í spyrjendareitnum. Aðrir spyrjendur eru: Jón Bragi Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Berndsen, Hanna Lilja Jónasdóttir, Magnús Óskarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Reyni...
Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó. Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...
Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?
Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmy...
Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?
Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C. Við getum fe...