Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13481 svör fundust

Hvað er stjörnuferill?

Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...

Nánar

Er MND arfgengur sjúkdómur?

MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...

Nánar

Hvað merkir textinn lorem ipsum?

Lorem ipsum merkir alls ekki neitt. Þetta er hins vegar brot úr latneskri málsgrein eftir rómverska stjórnmálamanninn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Í heild sinni er málsgreinin svona: nemo enim ipsam voluptatem, quia voluptas sit, aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos, ...

Nánar

Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?

Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...

Nánar

Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?

Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...

Nánar

Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?

Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...

Nánar

Leiðir vatn rafmagn vel?

Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...

Nánar

Hvers konar buxur eru hrognabuxur?

Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta. Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.Færri k...

Nánar

Af hverju eru göt í osti?

Götin sem sjást í mörgum gerðum osta verða til þegar gerlar sem nýttir eru við ostagerðina gefa frá sér lofttegundir, einkum koltvíildi (CO2). Þá myndast loftbólur inni í ostinum sem verða svo að götum þegar osturinn er skorinn í sundur. Svissneskir Emmenthaler-ostar eru þekktir fyrir götin sín. Þegar ostur e...

Nánar

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?

Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um t...

Nánar

Hvað er sjórinn langur?

Vökvi getur haft rúmmál og massa en það er erfitt að sjá hvernig hægt er að mæla lengd hans. Sem dæmi þá getum við verið með einn lítra af vatni sem er það sama og 1 dm2 og þessi lítri er 1 kg að þyngd. Við getum líka talað um flatarmál vatnsins, til dæmis við yfirborð eða botn, en það er hins vegar breytileg stæ...

Nánar

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur? Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— ...

Nánar

Hvað er skötufótur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er skötufótur? Samanber: þegir barn er það nagar skötufótinn. Í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, (IV:352) segir: „Við kviðuggana á skötuhæng er allstór sepi – skötufótur. „Þegir barnið meðan það etur skötufótinn,“ er sagt, þegar ætla má, að einhver sé ...

Nánar

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?

Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...

Nánar

Fleiri niðurstöður