Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 60 svör fundust

Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?

Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna...

Nánar

Hvers vegna fáum við náladofa?

Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbogann í eitthvað og fær högg á „vitlausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hönd. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í höndina og á eftir fylgir oft dofi eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting...

Nánar

Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?

Það er staðreynd að tölur sem lesnar eru af hitamæli segja ekki alla söguna um það hversu mikið varmatap er hjá þeim sem eru á ferðinni úti við. Kuldi, sem er hættulítill í hægum vindi, getur orðið lífshættulegur sé jafnframt hvasst. Á vef Veðurstofu Íslands er að finna töflu sem byggist á kanadískum rannsóknum...

Nánar

Hvað er bakflæði?

Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...

Nánar

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...

Nánar

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?

Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...

Nánar

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?

Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...

Nánar

Hvers vegna fáum við sinadrátt?

Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum. Algeng tegund sinadráttar verður í kálfanum í svefni en sinadráttur getur einnig orðið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða við það að vera lengi í sömu stellingum. Vökvatap eykur einnig hættu á sinadrætti. Sinadráttur er algengur hjá íþróttamönn...

Nánar

Hvað er slitgigt?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvernig lýsir slit í liðamótum sér, hvað veldur og er eitthvað hægt að gera í því? Getur það lagast? (Ólafur Björnsson)Hvað er slitgigt og hefur hún hraða útbreiðslu í liðum? Hverjar eru líkur á bata? (Soffía Kristín Hjartardóttir) Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. ...

Nánar

Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?

Kransæðasjúkdómur getur verið einkennalaus eða einkennalítill framan af. Einkenni gera vart við sig þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í vöðvafrumum hjartans. Við stöðugan kransæðasjúkdóm eru þau í fyrstu aðallega tengd áreynslu eða álagi. Einkenni geta þó líka verið almen...

Nánar

Af hverju fáum við starabit?

Í daglegu tali er stundum talað um starabit. Hér er þó ekki um bit frá staranum (Sturnus vulgaris) sjálfum að ræða heldur flóm sem fylgja honum. Íslendingar hafa iðulega kallað þessa fló starafló en réttast er að kalla hana hænsnafló, samanber latneska heiti hennar Ceratophyllus gallinae enda er fræðiheitið kennt ...

Nánar

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er...

Nánar

Hvað er exem og hver eru einkenni þess?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir f...

Nánar

Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?

Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig ...

Nánar

Fleiri niðurstöður