Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3242 svör fundust
Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?
Bæði plasma- og LCD-skjáir fara sparlega með orkuna. Oft er sagt að LCD-skjáir krefjist minni orku og séu þar af leiðandi sparneytnari, en málið er lítið eitt flóknara en svo. Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers einasta díls (e. pixel) stjórnað fyrir sig en styrkurinn er háður birtu myndarinnar. Þannig krefst...
Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?
Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...
Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?
Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...
Er Baula virkt eldfjall?
Nei, ekki er það svo að Baula sé virkt eldfjall, því samkvæmt aldursgreiningu myndaðist fjallið fyrir um 3 milljónum ára. Baula er líparít-hraungúll*, til orðinn í eldgosi bergbráðar sem vegna hárrar seigju hlóðst upp yfir gosopinu. Að minnsta kosti að vestan er fjallið orpið skriðu úr digrum stuðlum sem benda til...
Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af hundaæðiveiru (e. rabies virus) og smitast venjulega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slímhúðir í munni og augum ef til dæmis munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og bers...
Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?
Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...
Hversu margir búa í Bandaríkjunum?
Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi. Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eit...
Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...
Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?
Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu. Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóev...
Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?
Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum. Ptilinopus arcanus. Í óstaðfestum heimildum er dúfun...
Hver er munurinn á dökkum og ljósum púðursykri?
Munurinn á dökkum og ljósum púðursykri fest í því hversu mikið hann inniheldur af efnum sem gefa honum lit. Púðursykur er oftast nær hreinsaður sykur sem búið er að húða með melassa (e. molasses), sykursírópi eða öðrum efnum sem gefa honum brúnan lit. Hversu dökkur sykurinn er fer eftir því hversu mikið af öð...
Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?
Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’. Það var t...
Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?
Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentust...
Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?
Misvísun (segulskekkja, e. magnetic declination) segir til um hornið (í láréttu plani) milli segulnorðurs (það er stefnunnar sem áttavitanál vísar á) og hánorðurs (það er stefnunnar til norðurpóls) á hverjum stað. Misvísunin er ekki aðeins breytileg eftir stað heldur einnig tíma. Misvísun er hornið milli seguln...
Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...