Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4658 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?

Flest við svarthol er ólíkt því sem við eigum alla jafna að venjast. Ef við hugsum okkur að spyrjandi lenti í því óláni að sogast að svartholi er hægt að fjalla um hvað gerist frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar frá sjónarhóli þeirra sem verða vitni að atburðinum og hins vegar frá sjónarhóli þess sem lendir í s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Katla í Lakagígum?

Nei, Katla er ekki í Lakagígum. Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?

Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?

Þetta er snúin spurning því án efa eru til svo sjaldgæfar plöntur að grasafræðingar hafa ekki hugmynd um tilveru þeirra! En af þeim plöntum sem vísindin þekkja til, þá eru nokkrar tegundir sem eru ákaflega sjaldgæfar og þekkjast aðeins á örfáum einstaklingum. Ein þeirra er plantan Encephalartos woodii sem er nær ú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?

Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum. Ptilinopus arcanus. Í óstaðfestum heimildum er dúfun...

category-iconFélagsvísindi

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?

Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?

Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...

category-iconFélagsvísindi

Er til íslensk sérsveit?

Í stuttu máli, já. Íslenska sérsveitin heyrir undir ríkislögreglustjóra og er hún vopnuð sérsveit lögreglunnar, stundum kölluð Víkingasveitin. Hún var stofnuð 19. október árið 1982 en þá höfðu fyrstu sérsveitarmennirnir hlotið viðeigandi þjálfun hjá norsku sérsveitinni. Þá þótti orðið löngu tímabært að hafa vopnað...

category-iconHugvísindi

Er Hemmert gamalt útlenskt ættarnafn og hvar var það fyrst notað?

Hemmert er ættarnafn, sennilega þýskt að uppruna. Það er þó ekki algengt í Þýskalandi. Talið er að um 500 manns beri það nú. Þaðan hefur það borist til nágrannalanda, til dæmis Austurríkis, Sviss, Póllands, Danmerkur og Noregs en er hvergi mjög algengt. Þar sem nafnið kemur ekki oft fyrir hefur það ekki komis...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?

Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en ...

category-iconHugvísindi

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?

Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?

Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Hvaða reglur gilda um orðið „að“? Er til dæmis „þegar að hann“ og „ef að hann“ ekki meira talmál en rétt málfar? Þegar og ef sem spurt er um teljast til samtenginga. Þegar er tíðartenging og ef skilyrðistenging. Margar fleiri samtengingar eru notaðar í íslensku, til dæmi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið Ok?

Ok heitir dyngja ein við vesturenda Langjökuls, næstum 1200 m há. Jökull hefur legið ofan á fjallinu um langa hríð en er nú óðum að hverfa. Nafnið merkir 'ávöl hæð' eða 'bunga' og á vel við landslagið. Nafnið er ekki ungt, kemur þegar fyrir í Harðarsögu og Hólmverja. Í Lýsingu Borgarfjarðarsýslu frá 1854 (Mýra...

Fleiri niðurstöður