Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 390 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?
Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi ...
Hvert var framlag Karls Landsteiner til vísindanna?
Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað ABO-blóðflokkakerfið og er litið á hann sem föður blóðgjafarfræðinnar. Framlag hans til vísindanna var mjög fjölbreytt, á sviði meinafræði, vefjafræði, blóðvatnsfræði, ónæmis- og bakteríufræði, auk...
Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?
Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...
Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?
Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...
Hversu gömul er Hekla?
Nákvæmur aldur Heklu er ekki kunnur. Þar sem allt berg hennar er rétt skautað er þó vitað er að hún er ekki eldri en um 700.000 ára, en þá urðu segulskipti á jörðinni. Heklugos 1991. Þekkt eru nokkur stór forsöguleg gos í Heklu. Elsta öskulagið, H5, er um 7000 ára gamalt, H4 er um 4800 ára og H3 er um 2900 ...
Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?
Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...
Er Katla í Lakagígum?
Nei, Katla er ekki í Lakagígum. Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan...
Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?
Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?
Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...
Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?
Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum. MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökk...
Hvaðan kemur íslenska sauðféð?
Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fy...
Hvernig myndast öskjur?
Öskjur eru stórir hringlaga sigkatlar sem útlendingar nefna „kaldera“ eftir heiti sigketils á eynni Palma, einni Kanaríeyja: La Caldera de Tuburiente. Orðið „caldron“ merkir raunar stór hitapottur, (latína: caldarium = áhald til hitunar; caldus = heitur). Öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur o...
Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023
Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin er...