Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 942 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?

Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'?

Orðasambandið núll og nix er líklega ekki gamalt í málinu. Eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Morgunblaðinu frá 1971. Orðasambandið var ekki tekið með í Íslenska orðabók frá 1983 en er komið inn í útgáfuna frá 2002. Merkingin er ‘alls ekki neitt’ en einnig er orðasambandið notað um atkvæðalítinn m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að vera starsýnn og í hvaða orðflokki er orðið?

Lýsingarorðið starsýnn merkir ‘sá sem starir lengi á e-ð, er stareygður’. Orðið er samsett úr star- af sögninni stara ‘horfa lengi og fast á e-ð’ og sýnn ‘sá sem sér’. Síðari liðurinn -sýnn er til dæmis notaður í orðunum:einsýnn ‘auðsær; eineygður; hlutdrægur’víðsýnn ‘hleypidómalaus’þröngsýnn ‘skammsýnn, ófrjálsly...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?

Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?

Í Íslenskri orðabók sem upphaflega var unnin af Árna Böðvarssyni og kom út tvisvar undir hans ritstjórn (1963, 1983) er þessa merkingu ekki að finna undir flettunni kóngur. Hennar er ekki heldur getið í Viðbæti við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefinn var út 1963. Aftur á móti er merkingin ‘reðurhúf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða bik er þetta í orðinu miðbiksmat?

Öll spurningin hljóðaði svona: Háskóli Íslands auglýsir af og til miðbiksmat. Varla er Háskóli Íslands að vísa til soðinnar tjöru sem kallast bik. Hvað er og hvaðan kemur þetta "bik" í orðinu miðbiksmat? Orðið miðbik tengist ekki orðinu bik í merkingunni ‘tjara'. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Mag...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?

Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'. Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið - að sitja undir sjö og klóra þeim áttunda á bakinu?

Mér hefur ekki tekist að finna orðasambandið nákvæmlega í þeirri mynd sem spurt var um. Aftur á móti eru tvö vestfirsk dæmi til í söfnum Orðabókar Háskólans um að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda og eitt austfirskt um að sitja með púkana sjö og dilla þeim áttunda. Orðatiltækin virðast notuð um þá se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?

Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft ef...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ritmál er silfurstíll?

Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...

category-iconHugvísindi

Af hverju segjum við 'í morgunsárið'?

Orðið morgunsár er í raun samsett úr orðunum morgunn og atviksorðinu ár í merkingunni ‛árla, snemma’. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá um miðja 19. öld úr þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifs- og Ilíonskviðum. Morgunsár, sem er notað í hvorugkyni í sambandinu í morgunsárið, merkir því ̵...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?

Lýsingarorðið viðlátinn þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛undirbúinn undir, tilbúinn til’ og hélst sú merking fram eftir öldum. Dæmi úr Heilagra manna sögum er: „hann kveðzt síðar mundo betr viðlátinn um gjöldin“. Í nútímamáli er aðalmerkingin ‛viðstaddur, nærstaddur’ og eru um hana góðar heimi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...

Fleiri niðurstöður