Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3707 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er dramatúrgur?

Verksvið dramatúrga er tvíþætt; annars vegar starfa þeir sem listrænir ráðunautar við leikhús, og kallast þá gjarnan leiklistarráðunautar, hins vegar starfa þeir sem listrænir ráðgjafar leikstjóra við uppfærslur einstakra leiksýninga.Starf dramatúrgsins er tiltölulega nýtt í íslensku leikhúsi, en víða erlendis haf...

category-iconHeimspeki

„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?

Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er árásargjarnastur hunda?

Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...

category-iconFélagsvísindi

Er lögfræðinám forritun á hugsunarhætti? Hvernig er námið skipulagt?

Eitt af viðfangsefnum lögfræðinnar er að fjalla um sig sjálfa, ef svo má að orði komast. Lögfræðin leitar þannig svara við því hvernig lögfræðingar komist að niðurstöðum um hvað séu gildandi lög, en álitamál sem þessi eru nátengd spurningum um almenn einkenni eða eðli laga. Lögfræðin fæst því til dæmis við að skýr...

category-iconMannfræði

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...

category-iconMannfræði

Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?

Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um umfjöllun á Íslandi um bækur Lord Dufferins um Íslandsferðir?

Ferðabók Dufferins lávarðar, Letters from High Latitudes, um för hans til Íslands og norður í höf árið 1856 er líklega eitt vinsælasta rit í hópi ferðasagna frá Íslandi. Bókin kom út í yfir 40 útgáfum á fimm tungumálum. Íslensk þýðing Hersteins Pálssonar, Ferðabók Dufferins lávarðar, kom út árið 1944. Ferð Duff...

category-iconJarðvísindi

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldfjall hefur gosið mest?

Virkustu eldfjöll á Íslandi eru sennilega Hekla, Grímsvötn og Katla. Sé litið svo á, sem margir gera, að Skaftáreldagosið 1783 tengist í rauninni Grímsvötnum, eru þau það eldfjall sem mest hefur gosið. Lakagígahraunið eitt er talið vera um 15 km3 — mest að rúmmáli þeirra hrauna sem runnið hafa á sögulegum tíma. Að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?

Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...

Fleiri niðurstöður