Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 430 svör fundust
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Hver eru mengunaráhrif brennisteins?
Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...
Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...
Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?
Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...
Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?
Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...
Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?
Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...
Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?
Vatn er öllum dýrum lífsnauðsynlegt. Dýr nálgast vatn aðallega á þrennan hátt:með því að drekka þaðúr fæðumeð lífefnafræðilegum leiðum, það er að segja við oxun á fitu eða kolvetni.Dýr á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi, til dæmis eyðimerkur- og sjávardýr, styðjast að mestu leyti við vatn sem fengið er úr...
Vaxa plöntur á suðurpólnum?
Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautsland...
Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?
Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 a...
Hvað er hraun og hvað er kvika?
Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...
Hvernig myndaðist Surtsey?
Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...
Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?
Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdro...
Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfir...