Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?

Í 1 Kor 5:9 kemur fram að Páll postuli hafði skrifað bréf til Korintumanna áður en hann skrifaði Fyrra Korintubréf. Þetta bréf er nú glatað, en það hefur líklega verið ritað á árabilinu 51-54. Í 1 Kor 7:1 kemur síðan fram að söfnuðurinn í Korintu hafði svarað Páli með bréfi, líklega um árið 54: „En varðandi þa...

category-iconEfnafræði

Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu. Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sell...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir. Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á blóði froska og manna?

Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð. Helsti munurinn á blóði froskdýr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?

Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?

Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er upplýsingaóreiða?

Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...

category-iconSálfræði

Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?

Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...

category-iconStjórnmálafræði

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?

Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?

Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um "spurningar í vinnslu" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:Spurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi u...

category-iconHeimspeki

Hvað eru skynsamleg rök?

Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?

Fyrsta egglos hjá stelpum verður að meðaltali um 13 ára aldur; það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Til að frjóvgun geti átt sér stað þarf egglos að fara fram en sjaldgæft er að það sé hafið hjá 10 ára stelpum. Þunganir hjá stúlkum yngri en 11-12 ára koma varla fyrir. Líkurnar á því að 10 ára stelpa eign...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?

Gert er ráð fyrir að spurt sé hvort tvöfalda megi lyftikraft flugvélarvængs með flöpum sem tvöfalda yfirborð vængjarins. Það ætti að vera mögulegt, en þó ekki hagkvæmasta leiðin. Búnaður til að auka lyftigetu vængja er gjarnan notaður þegar fljúga þarf flugvél á tiltölulega lágum hraða, einkum við flugtak eða l...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?

Þessi spurning er ein af þeim sem hægt er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Værum við einhverju bættari eða væri það eitthvað skiljanlegra í raun og veru ef ljósið ferðaðist hægar? Lengi vel héldu menn að hraði ljóssins væri óendanlega mikill sem hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um lei...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er vetni svona eldfimt?

Vetnisgas er lofttegund sem gerð er úr léttasta frumefninu, vetni[1], sem hefur einkennisbókstafinn H samkvæmt táknmáli efnafræðinnar. Vetnisgasið samanstendur af sameindum og í hverri þeirra eru tvær vetnisfrumeindir. Sameindirnar eru táknaðar sem H2. Sameindir vetnisgassins geta gengið í efnasamband við súrefni ...

Fleiri niðurstöður