Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4923 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?
Renín er málmur sem hefur sætistölu 75 í lotukerfinu. Atómmassi þess er 186,2 g/mól og eðlismassinn er 20,8 g/cm3. Bræðslumark reníns er um 3186°C og suðumark er um 5596°C. Það hefur því næsthæsta bræðslumark frumefnanna, er feikilega torbrætt og þolir einnig miklar hitabreytingar. Aukinheldur sker það sig frá öðr...
Af hverju stökkbreytist allt?
Stökkbreytingar í erfðaefni einstakra lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Sumar verða til dæmis þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum, en aðrar verða í frumum án þess að neitt sérstakt sé um að vera, til dæmis fyrir áhrif ytri geislunar...
Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?
Ekki tókst að finna upplýsingar um það hversu stór hluti af þjóðinni hefur á einhverjum tímapunkti setið í fangelsi. Á vef Fangelsismálastofnunar ríkisins Fangelsi.is eru hins vegar ýmsar upplýsingar um fanga og fangavist. .Þar má til dæmis sjá að árið 2006 voru að meðaltali 117,7 fangar í öllum fangelsum landsins...
Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...
Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?
Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki...
Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?
Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru ...
Er hægt að taka mynd af svartholi?
Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ...
Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?
Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó. Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari vi...
Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?
Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?
Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...
Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...
Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?
Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum ólíkt því sem gerist hjá mjög mörgum öðrum þjóðum sem fá meirihluta raforku sinnar úr brennanlegu eldsneyti. Rafvæðing Íslands hófst í byrjun 20. aldar þegar menn fóru að virkja bæjarlæki og önnur slík fallvötn. Það var s...
Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid?
Lesendum, sem velta fyrir sér íslenskum þýðingum á enskum stærðfræðihugtökum, er bent á orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins. Það sem eftir er svarsins verður sagt aðeins frá hugtakinu prolate spheroid og íslenskri þýðingu þess. Áður hefur verið fjallað um sporbauga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við s...
Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?
Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...
Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...