Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 172 svör fundust
Hver er uppruni orðatiltækisins „að vera fjarri góðu gamni“?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver er uppruni setningarinnar „að vera fjarri góðu gamni“? Orðasambandið þekkist frá 17. öld í lítið eitt annarri mynd: langt frá góðu gamni. Um fjarri góðu gamni eru elstu dæmi frá síðari hluta 19. aldar. Gaman merkir hér ‘ánægja, skemmtun’ og sá sem er fjarstaddur missi...
Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?
Til upprifjunar þá eru lífverur flokkaðar í fylkingu, svo flokk, þá ættbálk, ætt, ættkvísl og loks tegund. Dúfur, hænur og rjúpur eru allar sitt af hverri ættinni. Dúfur eru af ættinni columbidae sem mætti kalla dúfnaætt. Hænur (Gallus gallus domesticus) eru af ætt fasana (Phasianidae) og rjúpur (Lagopus muta) ...
Hvort segir maður „Portúgalar“ eða „Portúgalir“?
Íslensk málstöð (nú Árnastofnun) lét taka saman skrá yfir landaheiti og þar er sýnt hvaða íslensku heiti við notum yfir löndin og íbúa þeirra. Á vefsetri Árnastofnunar er að finna nánari upplýsingar auk eintölumyndar íbúaheita. Þarna kemur fram að Portúgalar búa eða koma frá Portúgal. Portúgal er eitt þriggj...
Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?
Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...
Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?
Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...
Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar?
Lofthjúpur jarðar hefur tekið breytingum frá því að hann myndaðist fyrst. Um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig varð lofthjúpurinn til? Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vat...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...
Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?
Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað íslenska ríkið hingað til ef hann hefði verið samþykktur...
Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?
Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...
Hvað eru margir 500 króna seðlar í umferð á Íslandi?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um magn seðla og myntar í umferð. Þar kemur meðal annars fram að í desember árið 2000 voru um 700 milljón krónur í umferð í 500 króna seðlum á Íslandi, en þessar tölur breytast nokkuð með tímanum. Þetta samsvarar um 1,4 milljónum seðla. Af seðlum eru 1000 kr...
Er hægt að sanna eða staðfesta líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi?
Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki ...
Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.
Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...
Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...
Hversu hratt fara norðurljósin þegar þau dansa sem hraðast um himinhvolfið?
Mælingar á norðurljósum gefa til kynna að hraði þeirra geti náð 100 m/s – 600 m/s í norður-suðurátt. Hraðinn í austur-vesturátt er að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri og getur náð um 4 km/s; einstaka mælingar sýna meira að segja hraða upp í 30 km/s. Flókið samspil rafsegulsviðs jarðar og sólvindsins stýrir bi...
Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég skil ekki hvers vegna sólarupprásin getur færst fram um aðeins 83 mín frá 1.1. til 8.2. meðan sólarlagið færist aftur um 98 mínútur á sama tíma (tölur úr Almanaki Þjóðvinafélagsins)? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega: Það að vegna þess að hádegið færist til...