Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru stjörnuspár sannar?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...
Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?
Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...
Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað u...
Er eitthvað til í því að morgunroði boði vætu en kvöldroði þurrk? Ef svo er, hvers vegna?
Gömul trú er að morgunroðinn væti en kvöldroðinn bæti og er þá þurrkur talinn til bóta. Erfitt er að leggja mat á hversu marktæk þessi regla er. Við hefðbundnar veðurathuganir er roði á himni ekki skráður, svo að leita þyrfti annarra heimilda eða gera sérstakar athuganir um nokkra hríð. Hugsanlega mætti met...
Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?
Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...
Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?
Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...
Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?
Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:Mandarínska (kínverska) 874 milljónirHindí 366 milljónirEnska 341 milljónSpænska 323 milljónirBengalí 207 milljónirPortúgalska 176 milljónirRússneska 167 milljónirJapanska 125 milljón...
Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?
Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum. Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár af...
Hvað er Turner-sjúkdómur?
Turner-heilkennið er nefnt eftir lækninum Henry Turner sem uppgötvaði sjúkdóminn og lýsti honum árið 1938. Um er að ræða erfðagalla sem stafar af því að annan kvenkynlitning (X) vantar í konu. Ástæðan er sú að X-litning hefur vantað í annað hvort eggfrumu móðurinnar eða sáðfrumu föðursins. Konur með Turner-heilken...
Kennarinn minn segir að í stærðfræði séu engar undantekningar frá útreikningsaðferðum, er það rétt?
Svarið fer eftir því hvað átt er við með „undantekningar“. Þegar stærðfræði er sett fram á kórréttan hátt á alltaf að vera sagt skýrt, fyrir hvaða verkefni aðferð dugar, og aðferðin á að duga án undantekninga í öllum tilvikum sem sagt er að hún dugi. Þannig séð verkar aðferðin án „undantekningar“. Ef við h...
Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?
Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....
Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?
Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldis...
Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?
Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...
Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk? Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er bretónska og hvað er gelíska? Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. ...
Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?
Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að lei...