Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?
Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu. Í fyr...
Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk?
Fyrst skal nefna að enginn ætti að reykja, óháð því hvort viðkomandi hefur sykursýki eða ekki. En reykingar eru sérlega áhættusamar þegar um sykursjúka er að ræða. Níu af hverjum tíu einstaklingum með sykursýki hafa sykursýki af tegund 2 sem einkennist af hækkun á blóðsykri. Orðtakið „sjaldan er ein báran stök...
Eru hundar með sex skilningarvit?
Vanalega er talað um að skilningarvit dýra séu fimm. Þau eru sjón, heyrn, þefskyn, bragðskyn og snertiskyn. Fæstir efast líklega um að hundar hafi þessi fimm skilningarvit. Í sumum fræðum eru skilningarvitin talin vera sex, en að vísu er það sjötta ekki alltaf það sama. Í íþróttasálfræði er til dæmis talað um a...
Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...
Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?
Aðalhlutverk samtengingar er að vera tengiliður milli einstakra orða, orðasambanda eða setninga. Í setningunni Jón og Gunna eru systkin er og samtenging, sömuleiðis í setningunni mennirnir gengu að húsinu og börðu að dyrum. Samtengingum er gjarnan skipt í aðaltengingar og aukatengingar. Aðaltengingar eru yfirl...
Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?
Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu. Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert...
Hvað eru til margar tegundir af kvefi?
Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins o...
Hvernig varð fyrsta manneskjan til?
Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna? Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn ...
Hverjir voru forfeður kríunnar?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Svonefndur öglir (Archaeopteryx) er best þekkti frumfuglinn og við getum þess vegna sagt að öglir sé forfaðir kríunnar. Öglir eins og listamaður ímyndar sér að hann hafi litið út. Öglir var um 25 cm hár þegar hann stóð uppréttur. Öglir var fiðraður en hann gat að öll...
Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...
Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...
Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?
Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...
Hvaða plöntur á Íslandi eru eitraðar?
Eitraðar stofuplöntur Varasamasta stofuplanta hér á landi er líklega nería (Nerium oleander). Hún getur verið banvæn og eru nánast allir hlutar plöntunnar eitraðir. Skyld henni er vinka (Vinca rosea eða Catharanthus roseus). Hún er líka eitruð en er jafnframt mikilvæg lækningaplanta: Úr henni eru unnin lyf sem ...
Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?
Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...