Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2929 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?

Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?

Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er helsta fæða snáka?

Slöngur eða snákar eru af ætt skriðdýra (Reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en falla í undirættbálkinn Serpenta. Alls eru núlifandi slöngutegundir taldar vera um 2700. Eins og gefur að skilja er fæðuval snáka afar fjölbreytt og markast meðal annars af heimkynnum þeirra og stærð ásamt fleiri þáttum....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?

Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta páfagaukar?

Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. ...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær er dagur tónlistardýrlingsins heilagrar Sesselju?

Dagur heilagrar Sesselju er 22. nóvember, bæði samkvæmt kaþólskri trú og í rétttrúnaðarkirkjunni (e. orthodox church). Flestum heimildum ber saman um að Sesselja hafi verið uppi á þriðju öld, en sumar telja að hún hafi verið uppi á annarri öld. Sesselja er sögð hafa verið af rómverskum aðalsættum og átti að h...

category-iconLæknisfræði

Hver fann upp plásturinn?

Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar. Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá ba...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skotsilfur?

Stundum veltir fólk því fyrir sér hvað fyrri liðurinn skot- í orðinu skotsilfur sé. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er skotsilfur skýrt ‘lausir peningar, peningar til að eyða, reiðufé’ og í Íslenskri orðabók er skýringin ‘vasapeningar, eyðslueyrir, reiðufé’ en þar kemur líka fram að skot eitt og sér geti m.a. merkt ...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar faraldur var SARS og er vitað af hverju SARS-CoV-veiran hvarf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt um SARS-faraldurinn sem gekk yfir 2002-2004 og af hverju hvarf veiran? Veiran SARS-CoV er ein af sjö kórónuveirum sem getur sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?

Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Þegar stúlkur byrja á blæðingum, hversu óreglulegar eru þær? Hvenær hætta brjóst að stækka? Hvernig stækka brjóstin? Á kynþroskaskeiðinu verða ýmsar breytingar á líkamanum vegna áhrifa kynhormóna,...

category-iconStærðfræði

Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...

category-iconJarðvísindi

Hvert er hámarksdýpi jarðskjálfta á Íslandi?

Langflestir jarðskjálftar á Íslandi eru tengdir flekaskilunum sem ganga gegnum landið og stafa af spennu í jarðskorpunni sem safnast upp vegna færslu flekanna út frá skilunum.[1] Í efri hluta jarðskorpunnar er brotstyrkur bergsins með þeim hætti að bergið brestur við ákveðin brotmörk, það myndast sprunga eða gömul...

category-iconTrúarbrögð

Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?

Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð. Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta sv...

Fleiri niðurstöður