Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8234 svör fundust
Hver er munurinn á úteitri og inneitri?
Úteitur (e. exotoxin) eru eiturefni sem bakteríur seyta frá sér og eru meðal bannvænstu efnasambanda sem þekkjast í náttúrunni. Dæmi um eitrun af völdum úteiturs er svokölluð bótúlíneitrun, matareitrun sem rekja má til sperðilbakteríunnar (Clostridium botulinum). Lesa má um einkenni bótúlíneitrunar á heima...
Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?
Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal. Það er notað um að eitthv...
Hvað er súrál?
Súrálsduft. Súrál er efnasamband áls og súrefnis sem jafnframt nefnist áloxíð. Efnaformúla þess er Al2O3 og vísar til þess að það samanstendur af álfrumeindum (Al) og súrefnisfrumeindum (O) í hlutföllunum tveir á móti þremur. Súrál er hvítt, púðurkennt efni og aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum líkt...
Hvernig voru föt víkinga?
Þar sem mun minna framboð var á efnum í fatnað á víkingatímanum notuðu víkingarnir það sem hendi var næst, aðallega ull. Konurnar ófu fatnaðinn úr ullinni og bjuggu til buxur og síðar skyrtur fyrir karlmennina en konurnar gengu í síðum kjólum. Auk þess gengu víkingarnir í leðurskóm og með skikkju. Þegar víkingarni...
Hvað geta kettir stokkið hátt?
Kettir eru afar duglegir að stökkva. Víða erlendis eru margir garðeigendur þreyttir á því að fá ketti í garða, þar sem þeir gera stykkin sín og veiða fugla. Því hafa menn girt garða sína og þá er gengið út frá því að kettir geti stokkið fimm til sjöfalda líkamslengd sína. Að vísu eru það ekki nema allra öflugustu ...
Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?
Já, Alþingi getur komið saman utan Reykjavíkur og sinnt hefðbundnum þingstörfum. Í 37. grein stjórnarskrárinnar segir:Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.Heimildin til að ákve...
Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Estherarsonar: Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember? Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagn...
Hver var guðinn Próteus?
Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs. Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þe...
Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það?
Í eiturkirtli slangna eru frumur af þremur gerðum sem sjá um að framleiða eitur. Þetta eru svokallaðar basal-frumur, hvatberaríkar frumur sem samanstanda af keilulaga hvatberum og loks seytfrumur sem sjá um að seyta eitrinu úr kirtlinum. Rannsóknir benda til þess að eiturkirtlarnir stjórni eiturframleiðslunni ó...
Af hverju sogar svartholið til sín?
Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...
Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?
Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...
Hvaðan er orðið ponta komið?
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...
Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?
Þegar þetta er skrifað, í október 2006, er talið að mannkynið allt sé um 6,6 milljarðar. Ef við gefum okkur að allt þetta fólk stæði nokkuð þétt saman, héldist í hendur og myndaði keðju þar sem hver einstaklingur tæki að meðaltali um 50 cm eða 0,5 m yrði sú keðja 3.300.000.000 m eða 3.300.000 km löng. Ummál j...
Hver var Hektor í rómversku sögunni?
Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...
Er hægt að búa til norðurljós?
Það er ekki hægt að búa til norðurljós sem hægt er að sjá á himninum. Hins vegar hafa vísindamenn prófað sig áfram á rannsóknarstofum við að mynda eins konar norðurljós á lítilli kúlu. Fræg er tilraun Norðmannsins Kristian Birkelands sem beindi rafeindastraumi að segulmagnaðri kúlu í lofttæmdum klefa. Rafeindirnar...