Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5845 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?

Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar. Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eiga einnig metið...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?

Orkuþörf mannslíkamans er mjög breytileg og er háð ýmsum þáttum. Það sem mestu máli skiptir er hversu virkur viðkomandi einstaklingur er. Sá sem hreyfir sig lítið allan daginn hefur mun minni orkuþörf en sá sem er mjög líkamlega virkur, að ekki sé talað um þann sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar íþróttir. Einnig ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?

Upprunalega spurningin var þessi: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Svar við meginefni spurningarinnar e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?

Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...

category-iconLögfræði

Hvaða lög teljast almenn lög og standa sérlög þeim alltaf framar?

Almenn lög eru þau sem Alþingi setur og taka gildi við undirritun forseta Íslands, þau eru í rauninni hefðbundin lög. Almennum lögum er svo skipt upp í almenn lög og sérlög eftir því hversu rúmt eða afmarkað gildissvið þau hafa. Sérlög fjalla sérstaklega um tiltekið og afmarkað (þröngt) efni, andstætt almennum lög...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornnorrænan kveðskap sem yfirleitt er ortur undir fornyrðislagi og ekki eignaður höfundum. Það nær aðeins til um 50 kvæða sem flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Eddukvæði eru einnig í skáldskaparriti Snorra Sturlusonar (1179-12...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?

Svarið við þessari spurningu er einfalt. Ekki hefur verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er úr um það bil 12 blikkum á mínútu niður í 6...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk hálsbólgu þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hálskirtlana?

Þegar fólk talar um hálsbólgu er það í raun oft með kvef sem er sýking sem byrjar sem smásærindi í koki. Þessi særindi eru mest áberandi að morgni þegar slím hefur safnast í öndunarveginn og nef er meira og minna stíflað en ekki er til staðar bólga í hálseitlum. Slíkar sýkingar fær fólk að sjálfsögðu einnig þótt b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það?

Innra minni (e. internal memory) tölvu, eða öðru nafni vinnsluminni, geymir þær upplýsingar sem tölvan er að vinna með á hverju andartaki. Sérhvert forrit sem er í gangi á tölvunni þarf sinn skerf af þessu minni, mismikið eftir því hversu flókið forritið er og eftir því hversu miklar upplýsingar forritið þarf að h...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan er orðið rasismi komið?

Orðið 'rasismi' er tökuorð og margir nota í staðinn til dæmis orðið kynþáttahyggja, að minnsta kosti þegar það á við. Rasisminn er hliðstæður tökuorðinu 'rasi' sem er yfirleitt þýtt sem kynþáttur. Tökuorðin eru upphaflega komin úr dönsku: 'race' (framborið 'rase') og 'racist' (frb. 'rasist). Margir munu nú á dö...

category-iconMálvísindi: almennt

Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi?

Rússneska, búlgarska, pólska og hvítrússneska teljast allar til slavneskra mála. Búlgarska er suðurslavneskt mál, pólska er vesturslavneskt mál en rússneska og hvítrússneska eru austurslavnesk mál. Hver málaætt hefur þróast á sinn hátt og orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Skyldust eru rússneska og hvítrússnes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?

Eftir því sem best er vitað lifðu loðfílar (fílategundir af ættkvíslinni Mammuthus) ekki á Íslandi. Ástæðan er einföld, heimkynni þeirra voru bundin við túndrusvæði Evrasíu og Norður-Ameríku sem voru í skjóli af ísaldarjöklunum. Afar ólíklegt er að þeir hafi farið yfir lagnaðarísinn á Norður-Atlantshafi, þegar han...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lifa fiskar í vatni?

Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?

Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

Fleiri niðurstöður