Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3023 svör fundust

category-iconSálfræði

Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?

Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér. Með orðinu peningaspil er átt v...

category-iconSálfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?

Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?

Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?

Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar á Íslandi er best að vera til að sjá almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?

Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...

category-iconÍþróttafræði

Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Frá haustinu 2015 hefur hann verið í 20% starfshlutfalli við háskólann því hann fékk skipun til fimm ára sem skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar fyrst...

category-iconLögfræði

Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á opinberum málum – það er málum sem hið opinbera sækir gegn einstaklingi eða lögpersónu til refsingar samkvæmt lögum – og einkamálum sem einstaklingar eða lögaðilar sækja gegn hvor öðrum. Í spurningunni kemur fyrir sögnin „að sækja“ þannig að svarið einskorðast við ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eiga menn undir högg að sækja?

Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830. Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja! Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!

Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fyrirbæri á himninum skín svona skært á kvöldin um þessar mundir?

Það er reikistjarnan Venus sem er bjartasta stjarnan á himninum á kvöldin frá janúar og fram í síðari hluta marsmánaðar vorið 2009. Sagt er að hún sé kvöldstjarna því hún er á lofti við sólarlag og sest nokkru síðar. Meira má lesa reikistjörnuna Venus í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Sést Venu...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig er gervigreind nýtt í fjarkönnun? — Myndband

Fjarkönnun felst meðal annars í því að taka stafrænar myndir úr flugvélum og gervitunglum og vinna úr þeim hvers kyns upplýsingar um yfirborð jarðarinnar. Hér á landi hefur fjarkönnunartækni til að mynda verið notuð við kortlagningu og eftirlit með gróðri og gróðurbreytingum, landnotkun og jöklabreytingum og auðvi...

category-iconHugvísindi

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

Fleiri niðurstöður