Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8472 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Er líklegt að olíu sé að finna á Drekasvæðinu?

Bandarískir vísindamenn hófu rannsóknir á Drekasvæðinu, við syðri hluta Jan Mayen-hryggjarins, á sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars til að staðfesta landrek á svæðinu. Niðurstöður þessara rannsókna bentu snemma til þess að Jan Mayen-svæðið væri ólíkt venjulegum úthafsbotni: Segulsviðið var veikara og óregl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir: Margur verður af aurum api?

Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?

Marglyttur hafa ekki fætur frekar en önnur sjávardýr enda eru fætur gagnlitlir í sjónum. Angarnir sem ganga niður úr þeim eru griparmar (e. oral arms) sem þær nota til þess að hremma bráð. Á þessum örmum eru einnig sérstakar stingfrumur (nematocyst) sem marglyttur nota bæði til þess að veiða og í sjálfsvörn. A...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru mörg lbs í einu kílói?

Skammstöfuni lb stendur fyrir breskt pund og lbs fyrir pund í fleirtölu, en hægt er að lesa meira um mynteininguna pund í svari við spurningunni Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £? Í einu kílógrammi eru rúm 2,2 pund en pundið er um 0,45 kg. Til eru fjölmargar síður á Netinu sem bjóð...

category-iconVísindavefur

Gáta: Hvaða regla gildir á þessari fjarlægu plánetu?

Á fjarlægri plánetu fannst heldur furðulegur heimur. Þar gildir einungis ein regla. Þar eru gluggar en ekkert gler, þar má labba en ekki hlaupa, þar finnast appelsínur en ekki epli og síðast en ekki síst má þar finna menn en ekki konur. Hver er reglan? Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...

category-iconMannfræði

Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður því að jarðskjálftar á Íslandi verða ekki eins stórir og sums staðar í útlöndum?

Stærstu jarðskjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru örmlur?

Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...

category-iconJarðvísindi

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...

category-iconNæringarfræði

Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?

Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár ald...

category-iconMálvísindi: íslensk

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað?

Hrönn Pálmadóttir er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara. Nú vinnur hún að rannsókn þar sem könnuð eru viðhorf leikskólakennara og foreldra með ólíkan bakgrunn ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar rit er Sturlunga?

Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...

Fleiri niðurstöður