Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir?

Já, það þekkist í dýraríkinu að tegund blandi saman mismunandi fæðuflokkum í einni og sömu máltíðinni. Fyrir utan manninn er vitað til þess að simpansar (Pan troglodytes) gera þetta. Simpansar er sú dýrategund sem er skyldust mönnum. Simpansar veiða oft önnur spendýr, svo sem skógarsvín (Potamochoerus larvatus)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...

category-iconHugvísindi

Hvenær var ballett fundinn upp?

Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frak...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fiskar eru hákettir?

Hákettir (Holocephali) eru einn undirflokkur brjóskfiska (Chondrichthyes), eins og háfiskar og skötur. Það sem greinir háketti frá hinum undirflokkunum eru fáar og stórar tennur. Einnig er gómbrjóskið samgróið hauskúpunni og ólíkt háfiskum (hákörlum) þá vottar fyrir tálknlokum hjá háköttum. Roð hákatta er er slétt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?

Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist orðið læðingur því að læðast?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Mig langar að spyrja ykkur um orðið læðing. Mér finnst ómögulegt að það tengist ekki því að læðast eins og hlaup tengist því að hlaupa eða róður tengist því að róa. Ég kíkti í orðabók og þar var bara talað um fjöturinn Læðing og skafrenning. Þá prófaði ég að gúggla læðin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?

Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?

Misvísun (segulskekkja, e. magnetic declination) segir til um hornið (í láréttu plani) milli segulnorðurs (það er stefnunnar sem áttavitanál vísar á) og hánorðurs (það er stefnunnar til norðurpóls) á hverjum stað. Misvísunin er ekki aðeins breytileg eftir stað heldur einnig tíma. Misvísun er hornið milli seguln...

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?

Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin. Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfa...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Serkir?

Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnið Freyja komið beint úr norrænni goðafræði eða merkir það einfaldlega húsfreyja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég var að pæla hvað merkir Freyja? Er það einnig úr norrænni goðafræði eða merkir það líka húsfreyja? Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Hún er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði, bústað goða, en þangað voru þau s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er glámbekkur þegar eitthvað liggur á glámbekk?

Nafnorðið glámbekkur er notað um bekk sem allir geta séð, stað sem er opinn fyrir allra augum og er ekki tryggur. Orðið virðist einungis notað í samböndunum að hafa eitthvað á glámbekk og láta eitthvað liggja á glámbekk. Nokkur dæmi eru um glámbekk í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld en öll þannig...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna er heimskautsbaugurinn á hreyfingu?

Heimskautsbaugarnir (e. polar circles) eru tveir ímyndaðir baugar sem liggja um jörðina. Annar þeirra er suðurheimskautsbaugur en hinn norðurheimskautsbaugur. Baugarnir liggja nálægt 66,5° suðlægrar og norðlægrar breiddar og teljast til breiddarbauga (e. circles of latitude) jarðar. Heimskautsbaugarnir afmarka ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi. Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári...

Fleiri niðurstöður