Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1091 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er gróður í Surtsey?

Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?

Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?

Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Skeiðarárjökul?

Skeiðarárjökull (1.370 km2) er stærsti skriðjökull sunnan úr Vatnajökli og fellur úr 1.650 m hæð niður í 100 m. Hann takmarkast að vestan af Grænafjalli, eldfjöllunum Þórðarhyrnu, Háubungu og Grímsfjalli upp að Grímsvötnum og nær yfir á Kverkfjallahrygg og suðaustur í Esjufjallahrygg og loks suðvestur í Miðfell og...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er eitraðasta dýr í heimi?

Eitraðasta dýr á jörðinni er talinn vera froskur á Choco-svæðinu í Kólumbíu sem nefna mætti "gullna eiturörvafroskinn" á íslensku (Phyllobates terribilis á latínu en Golden Poison Dart Frog á ensku). Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?

Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...

category-iconFöstudagssvar

Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur. Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum e...

category-iconLögfræði

Gera Íslendingar tilkall til allra nýrra eyja sem gætu myndast á Mið-Atlantshafshryggnum?

Nei, íslenska ríkið hefur ekki gert slíkt tilkall. Íslenska landhelgin er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, mörkuð af línu sem nær 12 sjómílur út frá svokölluðum grunnlínum. Innan grunnlínanna eru flóar og firðir landsins. Íslenska ríkið hefur fullveldisrétt yfir landhel...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis). Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu mil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf á Grænlandi?

Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að...

Fleiri niðurstöður