Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?
Fimm þéttbýlustu lönd heims eru: Macau með 21 606 íbúa á hvern ferkílómetra Mónakó með 16 329 íbúa á hvern ferkílómetra Singapúr með 6641 íbúa á hvern ferkílómetra Hong Kong með 6603 íbúa á hvern ferkílómetra Gíbraltar með 4254 íbúa á hvern ferkílómetra Myndin hér að ofan sýnir hluta af Macau. Macau...
Hvað felst í umritun og afritun gena?
Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þan...
Hver fann Majorku?
Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?
Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...
Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?
Samkvæmt V. kafla laga um ættleiðingar gegna kjörforeldrar upplýsingaskyldu gagnvart kjörbörnum. Þar segir að þeir skuli skýra kjörbarni frá því að það sé ættleitt jafnskjótt og það hefur þroska til. Þetta er útfært nánar og orðrétt segir í lögunum:Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri....
Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?
Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hr...
Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?
Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...
Geta kettir séð sig í spegli?
Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...
Af hverju er lífið til?
Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...
Hvað er mannfákur?
Mannfákur er goðsagnaskepna sem einnig er nefnd kentár. Kentárar eru menn að ofan en hestar að neðan eins og sést hér á myndinni. Grikkir til forna töldu þá búa í Norður-Grikklandi. Sumir kentáranna voru líka kennarar, eins og til dæmis Kíron sem átti að hafa kennt kappanum Akkilesi. Til er fræg saga af kentár...
Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...
Hvað eru samlegðaráhrif?
Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope. Við getum ti...
Erfast skuldir frá foreldrum?
Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...
Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?
Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin ...