Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8504 svör fundust
Af hverju fær maður kvef?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvers vegna kvefast maður þegar manni kólnar? Er sú almenna trú manna að kuldi valdi kvefi rétt? Kvef er hvimleiður en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna með úðasmiti, það er að...
Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...
Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?
Um 60% af líkamsþyngd heilbrigðra einstaklinga er vatn. Þetta hlutfall er heldur lægra hjá konum en körlum og getur verið enn lægra hjá þeim sem eru feitir eða aldraðir. Um tveir þriðju af líkamsvatninu er inni í frumum líkamans (frumuvatn) en þriðjungur utan frumna (millifrumuvökvi). Meðalmaður hefur því rúmlega ...
Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?
Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hver...
Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?
Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka. Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfj...
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?
Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun. Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur. Svo virðist sem orði...
Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?
„Ég skal drekka hvern einasta dropa af olíu sem kemur upp úr jörðinni hérna“ er haft eftir breskum jarðfræðingi sem var að kortleggja í Mið-Austurlöndum um aldamótin 1900. Sýnilega sá hann ekki fyrir þær ótrúlegu olíulindir sem þar hafa fundist síðan, enda voru engin merki um þær á yfirborðinu. Í Írak (þá Mesó...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur. Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003...
Hvað þýðir "að höstla"?
Sögnin að höstla er tiltölulega ný í íslensku máli og telst vera slangur. Hana er ekki að finna í Íslenskri orðabók Eddu frá árinu 2003. Á íslensku merkir 'að höstla' yfirleitt að ná sér í karlmann/kvenmann, samanber eftirfarandi dæmi um notkun á sögninni:Hann var voða almennilegur, við elduðum saman og fórum s...
Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?
Við Íslendingar getum verið stoltir af ýmsu. Fyrst má að sjálfsögðu nefna bókmenntirnar. Við erum ein af fáum þjóðum í heiminum sem geta lesið sínar eigin fornbækur, svo sem Íslendingasögurnar. Svo eru það söfnin en þar eigum við mikið af forngripum og fornhandritum. Dæmi um slík söfn eru Þjóðmenningarhúsið, Árnas...
Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru: Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar ...
Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?
Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarv...
Af hverju er gull svo verðmætt?
Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...