Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8488 svör fundust
Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hver er munurinn á raungengi og nafngengi? Hvað er átt við þegar hagfræðingar tala um það að „raungengi“ krónunnar sé sérstaklega hátt (eða lágt)? Hvað merkir þetta hugtak „raungengi“? Væri þá til gengi á krónunni sem ekki væri raunverulegt - sem sagt „fals-gengi“? Með...
Hvað er nafnfræði?
Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru ...
Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Þegar ég var í menntaskóla er ég alveg viss um að íslenskukennarinn sagði að það væri til orð um það þegar sól og tungl sæjust bæði á himni. Ég get ekki munað orðið og enginn kannast við það. Kannist þið við þetta orð? Ég hef spurst víða fyrir um orðið sem spurt var um ...
Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?
Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...
Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?
Dreyrasýki er arfgengur blæðingarsjúkdómur sem erfist kynbundið. Sjúkdómurinn kemur fram í karlmönnum sem erfa sjúkdóminn frá mæðrum sínum, en þær eru einkennalausir arfberar. Til eru tvö form af dreyrasýki sem kallast dreyrasýki A (hemophilia A) og dreyrasýki B (hemophilia B). Dreyrasýki A er mun algengari en ...
Hvar keypti Davíð ölið?
Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?
Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...
Hvenær er Mikjálsmessa?
Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtin...
Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?
Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því lauf...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?
Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir. Þekkt eru dæmi um se...
Hvenær hætta börn að stækka?
Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...
Hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“?
Í ævintýrinu um Gosa, eftir ítalska rithöfundinn Carlo Collodi, segir frá trébrúðu sem vaknar til lífsins og er gædd þeim eiginleika að þegar hún lýgur þá stækkar á henni nefið. Þegar spurt er hvað mundi gerast fyrir nefið á Gosa ef hann segði „nú mun nef mitt stækka“, verður til svokölluð þverstæða, þar sem hu...
Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. ...