Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7867 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Afródíta?

Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er hvítagull (white gold)?

Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?

Ef við trúum því að Guð hafi skapað alla hluti, hvern um sig og í þeirri mynd sem þeir eru núna, þá hefur hann bara gert það þannig og við getum ekki spurt nánar út í það. Hins vegar er vel hægt að trúa á Guð án þess að gera ráð fyrir að hann hafi skapað hvern hlut sérstaklega. Hann hafi þá kannski bara sett he...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er fugladrit hvítt?

Ólíkt spendýrum þá pissa fuglar ekki. Nýru þeirra vinna köfnunarefnissambönd úr blóðinu líkt og spendýr gera, en í stað þess að leysa nitursamböndin í vatni og losa út sem þvag eru nitursamböndin losuð út á formi þvagsýru. Þvagsýra hefur afar litla leysni í vatni þannig að hún gengur úr fuglum sem hvítt og seig...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans. Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...

category-iconHugvísindi

Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?

Öll orðin sem nefnd eru í spurningunni tengjast sögninni að steypa sem notuð er í ýmsum merkingum, til dæmis ‛hafa endaskipti á, varpa (sér), stökkva, hoppa; svipta völdum; hella; búa til í steypumóti, velta, hrinda’. Þannig er steypireyður reyður (í fornu máli reyðarhvalur) sem steypir sér, steypibað er bað...

category-iconHugvísindi

Hvað er eiginlega dragbítur?

Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst d...

category-iconJarðvísindi

Hver var stærsta risaeðlan?

Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið....

category-iconNæringarfræði

Í hverju felst hollusta hákarlalýsis?

Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenjulegri samsetningu þess, ef miðað er við flest annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi. Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns konar önnur efnasambönd, sem gefa því sé...

category-iconJarðvísindi

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?

Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65): Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju heyrist garnagaul?

Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul. Á ens...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir?

Náttúrufræðingar hafa nokkrum sinnum farið til Flateyjar og kannað þar fuglalíf. Til að mynda fór Ævar Petersen dýrafræðingar þangað árið 1977 og taldi meðal annars fugla. Niðurstöðurnar úr rannsókn Ævars birtust í grein árið 1979. Loftmynd af Flatey á Breiðafirði. Sumarið 1977 fundu Ævar og félagar 21 verpandi ...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

Fleiri niðurstöður