Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?

Já, Vetrarbrautin okkar sést frá Íslandi. Á heiðskírri og tunglslausri nóttu er hægt að sjá miðskífu Vetrarbrautarinnar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himinninn. Til þess að sjá hana þarf að fara fjarri ljósmengun borgarljósanna. Reyndar sést einnig að minnsta kosti ein önnur vetrarbraut á næturhim...

category-iconLögfræði

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...

category-iconLandafræði

Hvað táknar serbneski fáninn?

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðskjálftar?

Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, ví...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hýenur verið tvíkynja?

Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja (e. hermaphrodite). Slíkt þekkist meðal annars hjá sniglum og fiskum. Hýenur (Hyaenidae), líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja en hýenur, líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Myndin sýnir blettahýenu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?

Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...

category-iconFélagsvísindi

Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?

Bæði uppstigningardag og sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag að vori og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort þeir geti fallið á sama daginn. Uppstigningardagur er fimmtudagur fjörtíu dögum eftir páska. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?

Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann. Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm...

category-iconFélagsvísindi

Úr hverju er íslenska myntin?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þúfur?

Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?

Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

category-iconUnga fólkið svarar

Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?

Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...

Fleiri niðurstöður