Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5096 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur?

Gyðingar biðja þrisvar á dag. Morgunbænin kallast shaharith, miðaftansbænin kallast minhah og kvöldbænin maarib. Ýmis klæðnaður tilheyrir bænastundunum hjá guðhræddum gyðingakörlum. Til að sýna trúrækni sína klæðist gyðingur bænasjali með kögri við morgunbænina. Sjalið sem er ferhyrnt kallast tallith en kögrið ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn. Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:Guðrún (...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru glitský?

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?

Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?

Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?

Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar herör er verið að skera upp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins? Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálss...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða aldurshópur lendir helst í bílslysum?

Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?

Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli. Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rá...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt? Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafni...

Fleiri niðurstöður