Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8604 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heiti refsins?

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær? Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftan...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?

Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum búa leðurblökur?

Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu. Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast...

category-iconHugvísindi

Hver er ber að baki og á hann bróður?

Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...

category-iconHugvísindi

Hvað eru öndvegissúlur?

Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...

category-iconLögfræði

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

category-iconUmhverfismál

Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?

Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?

Grímur koma einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þær eru þá hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum. Þetta eru sérstakar sóttvarnargrímur með gatastærð um 0,3 míkrómetra, sem hleypa ekki í gegn örsm...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?

Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun. Líklegt er að veiran eftirmyndist að mi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?

Öll spurningin hljóðaði svona: Kæri Vísindavefur HÍ. Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er í „óspurðum fréttum“?

Upprunalega spurningin var: Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur? Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti fr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?

Evrasíugaupan (Lynx lynx) er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar gaupna (Lynx). Hinar er eru rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Eins og nafnið gefur til kynna eru heimkynni evrasíugaupunnar bæði í Evrópu og Asíu. Samkvæmt lista á vef Alþjóðlegu náttúruvernda...

category-iconJarðvísindi

Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?

Um Dalvíkurskjálftann er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? og bendum við lesendum á að lesa það svar einnig. Eðlilega er spurt hversu líklegt sé að annar eins skjálfti og Dalvíkurskjálftinn 1934 komi á næstu áratugum eða öldum. Engar sögulegar heimi...

category-iconEfnafræði

Hvað er ppm og hvernig er það notað í vísindum?

Flestir kannast við hugtakið prósenta (e. percentage) og vita að það er hundraðshluti. Þrjú prósent eru því þrír hundraðshlutar og ritast 3%. Þegar prósenta er reiknuð tökum við hlutfall af hlutanum og heildinni og margföldum með 100. Ef við værum með 200 bolta þar sem 40 þeirra væru bláir en afgangurinn rauðir...

Fleiri niðurstöður