Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?Þar er aðallega hlýindum um að kenna. Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fel...
Hvað eru mörg grömm af prótínum í einu meðalhænueggi?
Egg eru mjög prótínrík, en magn prótína er breytilegt eftir því hvort eggin eru hrá, soðin eða steikt. Hér fyrir neðan er næringartafla fyrir meðalhænuegg, en meðaleggið er 58,8 grömm: Orka Prótín Fita Kolvetni Vatn Hrátt hænuegg 339 kJ/81 kcal 7,8 g 6,0 g 0,0 g 45,0 g Soðið hænuegg...
Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?
Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...
Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?
Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...
Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?
Það er með þessa hjátrú eins og svo margt annað í þjóðtrú að nánast ógjörningur er að svara því með vissu hvers vegna slík tiltrú verður til. Til er þó sú skýring að járnsmiðir (og fleiri skordýr) leiti frekar út undir bert loft þegar von sé á rigningu og því séu einfaldlega meiri líkur á að rekast á þá við slíkar...
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?
Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...
Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman?
Já einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast afkvæmi saman. Skilgreiningin á tegund er á þá leið að hún sé mengi þeirra einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi. Það þýðir að til þess að einstaklingar teljist til sömu tegundar verða þeir að geta eignast afkvæmi saman sem getur svo sjálft eignast af...
Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?
'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...
Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?
Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum. Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndu...
Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?
Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...
Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?
Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva. Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og ...
Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?
Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...
Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?
Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...
Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk? Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er bretónska og hvað er gelíska? Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. ...