Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3699 svör fundust
Hvað er samfélag?
Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem a...
Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?
Svartskeggur er einn þekktasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann hét raunverulega Edward Teach, einnig skrifað Thatch, og fæddist í Englandi, líklega í Bristol, einhvern tíma seint á 17. öld. Sjóræningjanafn sitt fékk hann að sjálfsögðu vegna þess að hann var með gróskumikið og svart skegg. Svartskeggur er s...
Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?
Ritið sem við köllum Biblíu er í raun margar bækur enda þýðir orðið biblía bækur. Við skiptum Biblíunni oftast í tvennt og tölum um Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 39 rit og það er upprunalega ritað að mestu á hebresku. Í Nýja testamentinu eru 27 rit og það var fyrst ritað á grísku....
Hvað eru til margar tegundir af kvefi?
Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins o...
Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...
Hvað eru margir menn til í heiminum?
Áður en spurningunni verður svarað er rétt að hafa í huga að við getum aldrei vitað nákvæmlega hversu margir búa í heiminum vegna þess að tölur um fólksfjölda í flestum löndum heims eru áætlaðar eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu la...
Hvernig varð fyrsta manneskjan til?
Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna? Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn ...
Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?
Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn...
Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?
Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt ver...
Hvað er krækiber í helvíti?
Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og kræ...
Hvað merkir orðið "heljarskinn"?
Heljarskinn var viðurnefni nokkurra manna til forna. Þannig er Þórólfur heljarskinn nefndur í Vatnsdælu, Geirmundur heljarskinn í Grettis sögu og þeir tvíburabræður Geirmundur og Hámundur heljarskinn í Sturlungu þar sem þessi lýsing er á þeim bræðrum:En þessi er frásögn til þess að þeir voru heljarskinn kallaðir a...
Getið þið frætt mig um háfiska?
Háfiskar (Pleurotremata) eru langvaxnir og sívalir eða hálfþrístrendir á bol. Þeir hafa 5-7 hliðstæð tálknaop sem eru staðsett rétt framan við eyrugga. Háfiskar eru vel tenntir og eru tennurnar beittar og í reglulegum röðum. Sporðurinn er skásporður og er efri fönin stærri en sú neðri en hryggurinn sveigist upp...
Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?
Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...
Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?
Árið 1918 nutu konur ekki fulls jafnréttis á við karlmenn þótt mikilvægum áföngum væri náð. Af þeim málum sem kvennahreyfingin barðist hvað harðast fyrir um aldamótin 1900 var réttur til menntunar einu réttindin sem konur höfðu án takmarkana. Lög sem veittu konum sama aðgang að menntun, embættum og námsstyrkjum v...
Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...