Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2356 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?

Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?

Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?

Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?

Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...

category-iconLæknisfræði

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...

category-iconLandafræði

Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?

Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum. Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndu...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?

Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...

category-iconHeimspeki

Ef það er sannað að ákveðin heilahvel stjórni ákveðnum tilfinningum, er þá ekki hægt að útiloka sálina?

Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað þýðir orðið sál getur orðið sál þýtt ýmislegt. Meðal annars er það notað yfir "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar" og það að heilinn stjórni tilfinningum útilokar auðvitað ekki tilvist hugsunarinnar. Við gerum því ráð fyrir...

category-iconLandafræði

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?

Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?

Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umr...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver bjó til tungumálið íslensku?

Okkur er tamt að hugsa okkur að ýmsir hlutir eða fyrirbæri séu verk einhvers eins aðila þegar hitt er kannski nær sanni að margir hafi komið við sögu. Við fáum margar spurningar á Vísindavefinn sem snúast um þetta. Tungumálið er ágætt dæmi. Það liggur eiginlega í eðli tungumálsins að það getur ekki verið sköp...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

Fleiri niðurstöður