Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4464 svör fundust
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?
Svartbakurinn (Larus marinus) er stærstur íslenskra máva og getur hann vegið rúmlega 2 kg og haft vænghaf allt að rúmlega 1,5 m. Svartbakurinn er fyrst og fremst sjómávur, hann verpir í jafnslétta dyngju og leggur ekki sérstaklega hart að sér við hreiðurgerðina. Eggin eru að meðaltali þrjú og fer varpið fram snemm...
Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?
Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...
Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?
Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin ...
Hvaða sveppur er á þessari mynd?
Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...
Af hverju fær maður hiksta og eru til einhverja góðar leiðir til þess að losna við hann?
Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna fær maður hiksta? segir meðal annars:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er ...
Hvað fáið þið margar spurningar á dag?
Þegar farið var af stað með Vísindavefinn 29. janúar árið 2000 óraði engan fyrir hversu vinsæll hann yrði. Búist var við að nokkrar spurningar bærust á viku og þeim yrði svarað svo til jafnóðum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að fróðleiksþyrstir Íslendingar voru fjölmargir og spurningaflóðið langtum meira en nokk...
Hvað þýðir "maður er manns gaman"?
Máltækið maður er manns gaman á rætur að rekja til 47. erindis Hávamála sem varðveitt eru í Konungsbók Eddukvæða. Máltækið skýrir sig að mestu sjálft ef allt erindið er lesið: Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega, auðigur þóttumst er eg annan fann, maður er manns gaman. Nafnorðið ...
Er sogunarkraftur í tunglinu?
Við skiljum spurninguna svo að spyrjandi eigi við það sem oftast er kallað aðdráttarkraftur, og stutta svarið er JÁ! Allir hlutir verka á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti sem við köllum öðru nafni þyngdarkraft. Þessi þyngdarkraftur frá tilteknum hlut fer annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hv...
Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?
Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...
Hvað er að vera 'heill á húfi'?
Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...
Hvað dreymir fálka á nóttunni?
Við getum ekki vitað hvort fálka dreymir á nóttunni og þá hvað þá dreymir. Ástæðan fyrir því eru sú sama og fjallað er um í svari við spurningunni Dreymir ketti? - við höfum enga leið til þess að spyrja þá. Segjum sem svo að hægt væri að gera rannsókn á fálkum sem mundi leiða í ljós að þá dreymdi þegar þeir so...
Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?
Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...
Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?
Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sa...
Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...