Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8320 svör fundust
Hefur kærasti móður minnar rétt á að hirða af mér eign/ir? Hefur þessi aðili einhverja löglega stjórn yfir mér?
Ef móðir fer ein með forsjá barns en tekur svo upp skráða sambúð með kærasta sínum, fær hann einnig forsjá yfir barninu eftir að sambúðin hefur staðið í eitt ár, samanber 3. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 76/2003. Forsjá sambúðarforeldrisins varir þó aðeins á meðan á sambúðinni stendur, samanber þó 2. mgr. 30. gr. bar...
Hvað er að skilja atburð?
Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...
Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um mö...
Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?
Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...
Hversu margir búa í Suður-Afríku?
Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum ...
Getið þið útskýrt þessa skrýtnu titla háskólakennara: Lektor, dósent, aðjúnkt og svo framvegis?
Aðrir spyrjendur eru: Þorsteinn Briem, Róbert Már, Dagur Halldórsson, Guðmundur Jóhannsson, Hafdís Þorgilsdóttir, Magnús Torfi, Sverrir Þorvaldsson, Eva Thoroddsen, Dagur Halldórsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Í reglum Háskóla Íslands segir að kennarar háskólans séu „prófessorar, dósentar, lektorar, þar á meðal...
Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?
Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjósk...
Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?
Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...
Væri hægt að sundra hlutum eða fólki og senda það á milli staða með teleport-tækni eða vél?
Vélar eins og sú sem spyrjandi vísar til eru algengar í vísinda- og ævintýraskáldskap. Í flestum tilfellum er gert ráð fyrir því að efni, annaðhvort dauðum hlutum eða lifandi verum, sé eytt á einum stað og það endurskapað á öðrum stað í nákvæmlega sömu mynd. Sjaldnast er þó tíundað nákvæmlega hvernig upplýsingarna...
Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?
Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi. Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag. Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og ...
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...
Hvers vegna eru eiturefni búin til?
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn búa til efni sem reynast eitruð. Reyndar er það svo að skaðleg efni eru ekki endilega framleidd eða búin til heldur finnast líka víða í náttúrunni. Miðevrópski læknirinn Paracelsus (1494-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði hélt því fram að ...
Á hvað trúa Mongólar?
Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík? Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:...