Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2579 svör fundust

category-iconLögfræði

Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart bar...

category-iconÞjóðfræði

Er eitthvað vitað um uppruna romsunnar "úllen dúllen doff..."?

"Úllen dúllen doff" er ein vinsælasta úrtalningarromsan sem íslensk börn nota og hefur verið það lengi. Flest börn hafa hana svona: Úllen dúllen doff kikke lane koff koffe lane bikke bane úllen dúllen doff. Ljóst er að þessi romsa kemur snemma til Íslands. Í handriti eftir fræðimanninn Brynjólf Jónsson frá Mi...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp flugvélina?

Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í Rússlandi var fútúrismi mikill áhrifavaldur á lista- og menningarlíf á öðrum áratugi 20. aldar. Rússnesku fútúristarnar nefndu sig í fyrstu kúbó-fútúrista og töldu sig eiga lítið sameiginlegt með ítölsku fútúristunum. Meginmunur hreyfinganna fólst í því að hinir rússnesku voru ekki eins uppteknir af tækninýjungu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna grátum við?

Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án...

category-iconFornfræði

Hver var Eratosþenes?

Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?

Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegu geimstöðina?

Alþjóðlega geimstöðin eða International Space Station (ISS) er samvinnuverkefni Bandaríkjamanna, Rússa, Japana, Kanadamanna, ellefu Evrópuþjóða auk Brasilíumanna. Hún er stærsta geimstöð í heimi, rúmlega fjórum sinnum stærri en rússneska Mir-stöðin. Fullbúin mun hún vega rúmlega 471,7 tonn og mælast 108 x 88 metr...

category-iconVísindavefur

Hvað eru blóðdemantar?

Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar. Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Or...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?

Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Reykjanes það sama og Suðurnes?

Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...

category-iconStærðfræði

Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?

Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?

Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...

Fleiri niðurstöður